Pírati: hættum að taka brjálæðiskast

Helgi pírati Hrafn Gunnarsson biður fólk að taka ekki enn eitt brjálæðiskastið - jafnvel þótt tilefni sé til vegna launahækkana þingmanna og ráðherra.

Píratar eru flokka duglegastir ásamt tunnufólkinu í Samfó heitinni að taka brjálæðiskast í beinni.

En nú bregður svo við brjálæðiskastið hentar ekki. Auðvitað hefur það ekkert með það að gera að tíu píratar eru þingmenn.


mbl.is Hefði ekki breytt ákvörðun launa nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Skrítið að hvorki Helgi né Birgitta átta sig á því að þessi ákvörðun má bara alls ekki standa.  Þetta þrugl um að inngrip frá Alþingi jafngildi því að Alþingismenn ákveði laun sín sjálfir er útúrsnúningur og rakaleysi. Stofnun Kjararáðs voru mistök og þau lög þarf einfaldlega að fella úr gildi og leysa óráðið upp.  Kjaraamninganefnd ríkisins gæti svo hæglega tekið við hlutverki Kjararáðs.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.11.2016 kl. 13:25

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvernig væri að skipa kjararáð fólki sem hefur stundað sjómennsku, unnið við fiskvinnslu, úr bændastéttinni, aðila sem hefur þegið laun samkvæmt kjarasamningum verkafólks, ellilífeyrisþega og öryrkja????

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.11.2016 kl. 13:54

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta er rosalega einfalt, það á að leggja niður þetta kjararáð, afturkalla þessa hækkun og notast við launahækkanir allra landsmanna sem viðmið um hækkanir fyrir alþingismenn.

Þannig að ef meðal hækkun launa hjá öllum landsmönnum er 5%, þá fá þingmenn 5% hækkun líka, þá erum við búin að setja þeirra laun í takt við allra annara.

T.d. ef 10$ þjóðarinnar fengi 5% launahækkun yfir árið þá fengju alþingismenn 1/10 af því, semsagt 0.5% hækkun.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.11.2016 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband