Tveir kostir: stöðugleiki eða upplausn

Sterkur Sjálfstæðisflokkur getur einn komið í veg fyrir að hér taki völdin fjögurra flokka vinstristjórn Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir stöðugleika en vinstriflokkarnir fyrir upplausn.

Sjálfstæðisflokkurinn getur starfað með öllum öðrum flokkum, nema Pírötum sem eru óábyrg mótmælahreyfing með enga stefnu í stærstu málefnum eins og frambjóðendur þeirra viðurkenna sjálfir.

Vinstrabandalag Pírata mun ekki bjóða upp á neina heilstæða stefnu, þar mun hver flokkur ota sínum tota og ríkisstjórnin verður leiksoppur áhlaupsstjórnmála sem þessir flokkar stunduðu allt kjörtímabilið.

Sterkur Sjálfstæðisflokkur er einn fær um að verða kjölfesta í ríkisstjórn kjörtímabilið 2016-2020. Kjósandinn er konungur í dag. Á morgun gæti hann annað tveggja orðið borgari í samfélagi stöðugleika eða áttavilltur í óreiðuríki.


mbl.is Úrslitastund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það plagaði ekki sálarheill Steingríms, að hann sá að fleiri atkvæði fengi hann ekki útá að afneita Evrópusambandinu fyrir kosningar.  Þetta notaði hann sér til gagns, og spilaðist ágætlega í upphafi, enda geimvísinda jarðfræðingur. En um mitt kjörtímabilið þá datt botninn úr tunnunni og innihaldið opinberaðist öllum og líka einföldum.

Þá var eftir hálft kjörtímabil og þau Jóka vitlausa og Grímur fláráði sátu þarna á tunnunni í sullinu út kjörtímabilið í þeim einum tilgangi að geta sagt afkomendum og öðrum auðtrúa síðar að þau hafi klárað kjörtímabilið. 

Hrólfur Þ Hraundal, 29.10.2016 kl. 19:00

2 Smámynd: Elle_

Já þau voru löngu fallin en nei, þau fóru ekki.  Það gerðist 2010 en þau voru límd þarna á tunnunni.  Það var sílistunna, svona ef Jóhönnu tækist brusselska ætlunarverkið og okkur yrðu skammtaðir nokkrir sílissporðar á ári af You Know Who.

Elle_, 29.10.2016 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband