RÚV-stjórnin: fyrsti fundur í dag - bein útsending?

Fyrsti ríkisstjórnarfundur RÚV-flokkanna er á Lækjarbrekku í dag. Þar ætla Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð að leggja grunn að valdatöku sex dögum fyrir kosningar.

Enn hefur RÚV ekki tilkynnt hvort bein útsending verður af fundinum. Fyrri fundir RÚV-flokkanna, sem gjarnan hafa verið haldnir á Austurvelli, eru iðulega i beinni útsendingu og það yrði stílbrot ef ekki yrði það sama upp á teningnum á fyrsta ríkisstjórnarfundinum.

Á fundinum í Lækjarbrekku er málefnasamningur RÚV-flokkanna ræddur og helsta skipting ráðuneyta. Það er í þágu almennings að upplýsa ítarlega um ríkisstjórnarsamstarfið.

Hvert er forsætisráðherraefni RÚV-stjórnarinnar? Birgitta eða Katrín? Verður Smári McCarty innanríkisráðherra? Hver verður yfirsálfræðingur ríkisstjórnarinnar nýju?

RÚV getur ekki verið þekkt fyrir að láta það liggja í láginni hvað fer fram á fyrsta fundi RÚV-stjórnarinnar.

 


mbl.is Flókin stjórnarmyndun framundan?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

RÚV-flokkanna? Yfirsálfræðingur? Góður.

Elle_, 23.10.2016 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband