Píratar þrífast á illmælgi um þjóðina

Píratar eru slagorðið ,,ónýta Ísland" holdi klætt. Pólitík Pírata er að útmála stjórnkerfi okkar og samfélag sem óalandi og óferjandi.

Sumpart er þetta skiljanlegt. Píratar eru afurð hrunsins þegar þjóðin missti trúna á lýðveldinu og vildi helst flytja fullveldið til Brussel.

En það eru átta ár frá hruni. Við höfum sett helstu bankamenn landsins frá tímum útrásar í fangelsi og gert upp við þrotabú föllnu bankanna. Hér er hagvöxtur og allir með vinnu eins og þeir vilja.

Samt halda Píratar áfram að tala um Ísland og þjóðina sem hér býr eins og við séum þriðja flokks ríki. Og Píratar stefna á yfirtöku á ríkisvaldinu eftir þingkosningar í lok mánaðarins.


mbl.is Ekki upplýstar ákvarðanir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og höfundur fær hér að gjósa um helstu menn málefni sem greinlega hræða höfund og hann fái um leið að njóta þeirra sjálfssögðu mannréttinda að tjá sig á samfélagsmiðlum sem gott starfsfólk RÚV fær ekki að gera í Þórðargleði höfundar, þá hlýtur að koma pistill um "vonda" RÚV, svona úr því að höfundur er búinn að tæma blöðruna um Pírata í dag. Er ekki annars "RÚV" dagur á morgun, miðvikudagur ? Hvað segir höfundur ? Verður e-ð krassandi um RÚV á morgun eða er enn FramsóknarekkiSigurðurIngidagur á morgun ?

Verð að viðurkenna að ég er aðeins farinn að ruglast, enda einfaldlega meðalgreind hjá mér að fara. Ekki sprenglærður blaðamaður og siðfræðingur eins og höfundur.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.10.2016 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband