Gargað á alþingi um skýrslu, nei, samantekt

RÚV, auðvitað, flutti ítarlega frétt í kvöld, bæði í sjónvarpi og útvarpi, þar sem aðalefnið var hávær hneykslun þingmanna stjórnarandstöðu um skýrslu sem má ekki heita því nafni heldur skal það vera samantekt.

Alþingi lítilsvirt, sögðu stjórnarandstöðuþingmenn flaumósa. Sömu þingmenn standa iðulega fyrir ófrið á Austurvelli, til að trufla þingstörf. Þeir stunda málþóf þegar svo ber undir til að koma í veg fyrir framgang þingmála. Allt í þágu virðingar alþingis.

Gargið um skýrslusamantektina er enn ein auglýsingin um málefnaþurrð vinstriflokkanna. En RÚV hélt sig gera vinstriflokkunum gagn með því að birta auglýsinguna, auðvitað.


mbl.is Ekki skýrsla í skilningi þingskapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og ég þakka höfundi fyrir sitt lóð á þá vogarskál að það fólk sem hann hatast mest út í, að mínu mati, starfsfólk RÚV nýtur nú ekki sömu mannréttinda og höfundur, að geta tjáð sig á samfélagsmiðlum, þá velti ég fyrir mér því hvort hér pári ekki Páll Vilhjálmsson, blaðamaður, meira að segja með próf í fræðunum ?

Merkilegt að menntaður blaðamaðurinn sjá ekki ríkt fréttagildið í því þegar tveir þingmenn misnota aðstöðu sína í persónulegu hatri sínu á kollega, að mínu mati,með því að leggja til mjög illa unnið plagg, þar sem vegið er að æru fjölda ríkisstarfsmanna, að mínu mati. Munum nú að annar þeirra hefur nú áður þjófkennt þá alla sem sjá um innkaup fyrir opinberar stofnanir.

Auðvitað er það stórfrétt þegar þessir sömu þingmenn kalla svo blaðamenn fyrir sig og spúa yfir landslýð upplýsingar sem hafa legið fyrir í langan tíma og er svo uppfullt af mjög svo gildishlöðnum yfirlýsingum.

Grunar nú höfundum um að hafa lært til bifreiðasmiða en ekki blaðamanns úr því að hann metur þetta sem "ekki" frétt. En auðvitað veit siðfræðingurinn Páll Vilhjálmsson þetta sjálfur. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.9.2016 kl. 19:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég heyrði ekki betur en að þingmenn, sem eru ánægðir með "skýrsluna" töluðu skilmerkilega fyrir sínum málstað í þessari sömu frétt. Hver var glæpur RUV þar?

Ómar Ragnarsson, 19.9.2016 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband