Guðni Th. varar við Pírötum

Guðni Th. forseti varar við Pírötum, segir þá nánast óstjórntæka. Þegar hann ræðir stjórnmál á Íslandi talar hann um pólitíkina ,,up there" eins og honum komi mest lítið við hvað gerist á Fróni.

Eftir næstu þingkosningar er forsetinn með það í hendi sér hver fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Það fer ekki vel á því að hann úttali sig hvaða mat hann leggur á íslensk stjórnmál.

Nema, auðvitað, að Guðni Th. ætli sér að feta nýjar brautir á fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti. En þá væri eðlilegra að hann ræddi það á opinberum vettvangi hér á landi.


mbl.is Píratar þyrftu að gera málamiðlanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sami útúrsnúningsgrauturinn á þessum mafíu-miðli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2016 kl. 09:47

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Minni á þakklæti til höfundar með múlbindingu starsfólks RÚV, minni hinsvegar aðra lesendur að höfundur er eðlilega ekki ýktur penni. Hann myndi aldrei leggja vísvitandi rangt út af orðun Forseta vors.... það myndi höfundur aldrei gera, enda hámenntaður blaðamaður og siðfræðingur....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.9.2016 kl. 14:54

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

...Páll, á hvaða viðtal horfir þú ? Kanntu kannski ekki þýðinguna "might have to " ?

Það er ekki að kalla Pírata "óstjórntæka".

Svo gleymir þú alveg að nefna að forseti vor  lokaði ekki á ESB aðild, Það vera nú einkar fallegt af honum. 

Höfundur veður í villu, oftast sem áður.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.9.2016 kl. 15:10

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig ætli viðbrögðin urðu ef forseti segði opinberlega:

"„Sjálfstæðisflokkurinn er andsnúinn öllum kerfisbreytingum. Í ljósi þess að krafan um slíkar breytingar er gríðarlega sterk hjá flestum öðrum flokkum gæti það reynst erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mynda stjórn,“"

?

http://kvennabladid.is/2016/09/16/gudni-forseti-raedst-a-sjalfstaedisflokkinn/

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2016 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband