RÚV endurvinnur Bylgjuefni

Fyrsta frétt RÚV í hádeginu var endurvinnsla á viðtali í Bylgjunni við formann Framsóknarflokksins. Það er liðin tíð að RÚV bjóði upp á viðtalsþætti sem bragð er af, líklega vegna þess að ríkisútvarp vinstrimanna leggur meira upp úr rétttrúnaði en fréttaefni.

Þegar dagskrárgerðarmenn RÚV sinna öðru en endurvinnslu eru þeir sjálfir í aðalhlutverki vegna ófagmennsku og smekkleysis.

Fréttastofa RÚV er í verulegum vanda sem er svo samgróinn og rótfastur að engin leið er að stofnunin sjálf vinni bug á. Ráðuneytið sem ber ábyrgð á RÚV getur ekki látið stofnunin ganga sjálfala þegar hvert stórslysið rekur annað. 


mbl.is Aldrei upplifað eins mikinn stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Á meðan við höfum mennta- og menningamálaráðherra sem hefur álíka mikla festu og blautur ánamaðkur, þá mun þessi ruslakista sem RÚV er, áfram lifa góðu lífi

Aztec, 4.9.2016 kl. 17:01

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur, sem jú tók þátt í að kefla starfsmenn RÚV, þannig að þeir hinir sömu geta ekki tjáð sig efnilega um málefni líðandi stundar á samfélagsmiðlum, sem er jú hámenntaður blaðamaður veit hvað er að gera frétt þar sem vitnað er til annnarra frétta, unna af öðrum fréttamiðlum. Svo lengi sem menn og konur geta heimilda.

Þetta veit höfundur er párar hér þá líklega til losa úr blöðru sinni yfir alla starfsmenn RÚV. 

Smekklegt eða hitt þó heldur.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.9.2016 kl. 20:55

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef reynt að fá Símaskrá starfsmanna RÚV í á annað ár en fæ alltaf sama svarið er í vinnslu. Hvað vinna margir hjá þessu skrímsli þ.e. RÚV.

Valdimar Samúelsson, 5.9.2016 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband