Píratar standa fyrir ríkisafskipti og útgjöld

Meginmál Pírata er ný stjórnarskrá, sem felur í sér meiri ríkisafskipti af málefnum borgaranna. Til að fjármagna aukin ríkisafskipti verður að hækka skatta. 

Eins og sást í prófkjöri Pírata er flokkurinn hlynntur tilraunum í þjóðfélagsmálum, rétt eins og sósíalistar síðustu aldar. Prófkjör Pírata er lýðræðislegt svarthol þar sem sérfræðingar, þ.e. forritarar, ákveða niðurstöðuna, auðvitað í samráði við flokkseigendur.

Píratar boða ekki opið og frjáls samfélag. Þeir standa fyrir miðstýrða valdahyggju.


mbl.is Aukin ríkisútgjöld í stefnu Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Meiri ríkisafskipti af málefnum borgaranna." Þetta er fjarstæða og upphrópun án minnstu raka. Í nýju stjórnarskránni er borgurunum þvert á móti veitt betri aðstaða en áður til beins lýðræðis og stjórnvöld skylduð til að veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar og aðgang að undirbúningi ákvarðana en verið hefur.

Ómar Ragnarsson, 22.8.2016 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband