Múslímaríki með foringjalýðræði

Erdogan forseti Tyrklands er höfundur tilraunar að fella í eitt mót múslímatrú og lýðræði. Hann fer fyrir múslímskum stjórnmálaflokki sem að nafninu til samþykkir réttarríkið en þó með þeim fyrirvara að sumar skoðanir eru bannaðar, til dæmis þeirra Kúrda sem vilja sjálfstæði. Blaðamenn sem ekki fylgja ríkjandi skoðun eru geymdir á bakvið lás og slá.

Til að halda völdum smíðaði Erdogan í kringum sig foringjalýðræði. Hann færði völd frá forsætisráðherra til forsetaembættis þar sem hann hyggst sitja út sína ævidaga.

Tyrkneski herinn telur sig handhafa arfleifðar Atatürk föður lýðveldisins sem stofnað var til á rústum Ottómanaveldisins eftir fyrri heimsstyrjöld. Atatürk stefndi að veraldlegu ríki að vestrænum hætti. 

Tyrkland er vestrænna en nágrannar landsins í suðri, Sýrland og Írak. Foringjalýðræði Erdogan og tilraun hersins til stjórnarbyltingar sýna á hinn bóginn að tyrkneska lýðveldið þarf líklega önnur hundrað ár til að verða vestrænt.


mbl.is „Svartur blettur“ á lýðræði Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband