Frakkland er vígvöllur trúarstríðs múslíma

,,Öllu Frakklandi er ógnað af múslímskum hryðjuverkum," segir Hollande Frakklandsforseti í tilefni af fjöldamorðunum í Nice. Hryðjuverkið var framið á þjóðhátíðardegi Frakka, kenndum við áhlaupið á Bastilluna, sem markar upphaf að veraldlegu samfélagi án trúarvalds.

Múslímar viðurkenna ekki aðskilnað veraldlegs valds og trúar. Þeir viðurkenna heldur ekki vestrænt tjáningarfrelsi, eins og sást í árásinni á ritstjórn Charlie Hebdo í ársbyrjun 2015.

Á vígvellinum í Frakklandi er vestrænt veraldlegt samfélag í baráttu við múslímska trúarmenningu.

 


mbl.is Búið að bera kennsl á ökumanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Lærum af frökkunum

og látum ekki "Troju-hestinn"

komast inn fyrir virkisveggina okkar:

Mælum með flokkum eru tilbúnir að verja landið fyrir landnámi múslima.

http://www.petitions24.com/stunings-yfirlysing_vi_kristilega_-mijuflokkinn

Jón Þórhallsson, 15.7.2016 kl. 10:43

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Múslimar viðurkenna ekki aðskilnað veraldlegs valds og trúar" segir þú. Þetta er nú ljóta þvælan. Langflestir múslimar viðurkenna nefnilega þennan aðskilnað og lifa í samræmi við hann.

Svo heldur þú áfram: "... þeir viðurkenna heldur ekki vestrænt tjáningarfrelsi, eins og sást í árásinni á ritstjórn Charlie Hebdo." Aftur alhæfir þú um alla múslima út frá gjörðum fáeinna.

Ef árásin á Charlie Hebdo sannar (eins og þú fullyrðir) að engir múslimar viðurkenni tjáningarfrelsi, þá má allt eins segja að hryðjuverk Breiviks í Noregi sanni að engir kristnir menn viðurkenni lífsrétt þeirra sem hafa aðrar pólitískar skoðanir en þeir.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.7.2016 kl. 12:12

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Trúarmenning múslíma fléttar saman veraldlegu valdi og trúarlegu. Í trúarmenningu múslíma er útbreidd skoðun að dauðasök liggi við að ganga af trúnni. Þessi trúarmenning er í beinni andstöðu við vestræn veraldleg samfélög. Sjá hlekk að hér að neðan um víðtæka rannsókn á trúarmenningu múslíma.

http://www.pewforum.org/2013/04/30/the-worlds-muslims-religion-politics-society-overview/

Páll Vilhjálmsson, 15.7.2016 kl. 12:25

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er meirihluti reykvíkinga ennþá fylgjandi nýrri múslima-mosku í sogamýrinni í framhaldi af voðaverkum í París?

Ykkur er ekki viðbjargandi þarna í rvk!

Jón Þórhallsson, 15.7.2016 kl. 12:52

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það að sumir múslimar aðhyllist einhverja skoðun merkir ekki að allir múslimar aðhyllist hana.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.7.2016 kl. 12:57

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég horfi á múslima eins með og minkinn:

= Að það sé betra að stöðva útbreisluna ÁÐUR en að vandamálin fara að stigmagnast!

Jón Þórhallsson, 15.7.2016 kl. 13:26

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þorsteinn Siglaugsson, Merkilegt að þú skulir tjá þig svona fjálglega um hluti sem þú veist greinilega ekkert um. Og svo hefur þú ráðgjöf að lifibrauði!

Fræg var auðvitað skýrsla þín (sem nú hvergi finnst) sem þú vannst fyrir náttúruverndarsamtök í aðdraganda Kárahnjúkaverkefnisins.

Meirihluti múslima víðast hvar telur að ríki og trú séu óaðskiljanleg og vilja jafnframt að sharia lög gildi í réttarkerfinu.

Kynntu þér málin áður en þú bullar svona vitleysu. Þú getur byrjað hér:

http://www.pewforum.org/files/2013/04/worlds-muslims-religion-politics-society-full-report.pdf

Þarna sérðu þetta allt svart á hvítu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2016 kl. 14:17

8 Smámynd: Jón Bjarni

Páll - hafa þeir múslimar sem hafa sest að hér á Íslandi verið til einhverra vandræða?

Jón Bjarni, 15.7.2016 kl. 15:30

9 Smámynd: Hörður Þormar

Ég ráðlegg Þorsteini Siglaugssyni að horfa á viðtal við mann sem þekkir Islam greinilega betur en hann: Islam Facing Modernity

Hörður Þormar, 15.7.2016 kl. 15:49

10 Smámynd: Steinarr Kr.

Þorsteinn Sigurlaugsson er greinilega einn af þeim sem trúir ekki þegar menn segja sjálfir frá.  Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé ekki kristinn.

Steinarr Kr. , 15.7.2016 kl. 22:14

11 Smámynd: Salmann Tamimi

Steinar kr. Ef Breivik var ekki kristinn hvað var hann þá?

Salmann Tamimi, 15.7.2016 kl. 23:02

12 Smámynd: Salmann Tamimi

Gunnar TH Gunnarsson; Villtu segja mér hvað Sharia lög er og ef þú kan það ekki , þá hætta að haga þig svona

Salmann Tamimi, 15.7.2016 kl. 23:04

13 Smámynd: Salmann Tamimi

Páll Vilhjámsson þú varst að vitna áðan í þessu

If this is of great concern, it is also worth remembering that this is an interpretation which, thankfully, is and always be only followed by a small minority of the world’s Muslim population.

Getur útskyrt það?

Salmann Tamimi, 15.7.2016 kl. 23:07

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Salmann, flestir múslimar trúa því að sharia séu orð Guðs og því æðri lögum manna. Vandamálið er hins vegar að ótal túlkanir eru í gangi meðal múslima sjálfra. Þar er hver höndin upp á móti annarri og skýrir e.t.v. villimennskuna sem múslimar sýna hverjum öðrum.

Sumir múslimar telja lað sharia eigi einkum við um fjölskyldu og eignamál, á meðan aðrir túlka sharia með víðtækari hætti, þ.e. að sharia gildi á flestum sviðum, einnig í almennum sakamálum, t.d. að höggva hendur af þjófum, en sú hlið er í miklu uppáhaldi hjá þér, eins og alþjóð veit.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.7.2016 kl. 02:24

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í MIÐ-Austurlöndum og N-Afríku er meirihluti múslima þeirrar skoðunar að höggva beri hendur af þjófum.

"In the Middle East and North Africa, many Muslims who support making sharia the official law also favor punishments like cutting off the hands of thieves. This includes at least seven-in-ten in the Palestinian territories (76%) and Egypt (70%), and at least half in Jordan (57%), Iraq (56%) and Lebanon (50%). Only in Tunisia do fewer than half (44%) of those who want Islamic law as the law of the land also back these types of criminal penalties. In Southeast Asia, about two-thirds (66%) of Malaysian Muslims who want sharia as the law of the land also favor punishments like cutting off the hands of thieves or robbers, but fewer than half say the same in Thailand (46%) and Indonesia (45%)." (Bls. 52 í skýrslunni sem ég vísaði í hér að ofan)

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.7.2016 kl. 02:41

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessar tölur er hlutfall þeirra múslima sem á annað borð vilja að sharia lög séu landslög. Í öllum þessum löndum er mikill meirihluti múslima hlyntur sharia lögum, t.d. 89% Palestínumanna, þannig að þetta eru 76% af 89%.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.7.2016 kl. 02:48

17 Smámynd: Steinarr Kr.

Salmann hann hefur sjálfur sagst vera Ásatrúar, þú veist það eru til fleiri trúarbrögð en Kristni, gýðingdómur eða islam.

Steinarr Kr. , 16.7.2016 kl. 11:25

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þótt hann kunni að hafa skipt um trú síðar var Breivik sannarlega kristinn þegar hann framdi fjöldamorðin.

Sú staðhæfing að múslimar viðurkenni hvorki aðskilnað ríkisvalds og trúar né tjáningarfrelsi er röng. Staðhæfingin felur í sér að þetta eigi við um alla múslima, en svo er alls ekki. Upptalning á prósentutölum breytir engu um það.

Skýrslu mína um Kárahnjúkavirkjun er auðvelt að finna ef maður kann að gúgla. Hún er t.d. hér http://www.savingiceland.org/wp-content/uploads/Englishversion281102.pdf

Ég sé hins vegar ekki alveg hvað orkumál á Íslandi koma Múhameðstrú við, en tengingarnar eru stundum undarlegar hjá sumu fólki wink

Þorsteinn Siglaugsson, 16.7.2016 kl. 16:17

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi skýrsla hvarf af vef NAUST á sínum tíma og þar var hún á íslensku, Það var eðlilegt að henni væri ekki flaggað, því það stendur ekki steinn yfir steini í skýrslunni. Hún var samin af "sérfræðingum" úr ýmsum áttum, þ.á.m. þér. Þú spáðir tapi af virkjunarframkvæmdinni en ekkert er eins fjarri raunveruleikanum.

Ég nefndi þessa skýrslu vegna þess að ummæli þín hér eru af sama standard og umfjöllun þín um Kárahnjúka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.7.2016 kl. 16:43

20 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Landsvirkjun hefur reyndar staðfest að þessi framkvæmd stóð ekki undir sér. Það mun hún aldrei gera. Veit ekki til að NAUST hafi gefið neina skýrslu út um þetta. Þú ert hugsanlega að vísa til skýrslna Fjármálaráðuneytisins.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.7.2016 kl. 17:56

21 Smámynd: Steinarr Kr.

Breivík kann að hafa verið skírður til Kristni eins og margir, en hann stundaði aldrei þá trú og hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé ekki Kristinn.  Hvers konar eftiráskýringataktík ert þú að nota Þorsteinn?

Steinarr Kr. , 16.7.2016 kl. 18:47

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ótrúlegt að lesa bullið í þér, Þorsteinn, það er varla að ég nenni að rökræða þetta við þig. hefurðu ekkert lært?

Hörður Arnarson talaði um þegar hann var nýtsestur í forstjórastól LV, að 3,5% arðsemi Kárahnjúka væri ekki ásættanleg. Engin hefur sagt, hvorki Hörður né aðrir málsmetandi menn að framkvæmdin stæði ekki undir sér. Einungis öfga náttúrverndarsinnar, með aðkeyptri hjálp undirmálssérfræðinga, hafa haldið slíku fram.

Ummæli Harðar á sínum tíma um 3,5% arðsemi hafa verið marg hrakin því útreikningar hans voru afar villandi, þ.e. að tala um arðsemi á fyrstu lífárum virkjunarinnar. 

Sjá: http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/12/15/ardsemin_mun_meiri_en_vonir_stodu_til/

og hér http://www.vb.is/skodun/ardsemi-karahnjukavirkjunar/69466/

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.7.2016 kl. 21:10

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur margsinnis verið sýnt fram á að þessi fjárfestingarákvörðun hafi verið röng. Ef þú hefur ekki neina þekkingu á fjármálafræðum ert þú einfaldlega ekki í færum til að rökræða þetta mál. Ég nenni ekki að standa í þvargi við menn sem vita ekki hvað þeir eru að tala um en bendi þér aðeins á þær skýrslur sem út hafa komið um þetta mál.

Auk þess sé ég ekki að málið komi umræðuefni Páls í þessu bloggi nokkurn skapaðan hlut við.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.7.2016 kl. 22:35

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru alltaf minnst tvær hliðar á öllum málum.

Allir vita það.

Það gagnast einungis illum og tortímandi Mammon-trúarbragða-öflum bankaræningjastofnunum/fyrirtækjum, þegar upplýst er bara um eina fjölmiðlamafíustýrða áróðurs-hlið.

Hvert leiðir þöggunin okkur jarðarbúa?

Til friðar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2016 kl. 22:57

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þér er vorkunn, Þorsteinn. Fyrst bullar þú um múslima sem þú veist minna en ekkert um og tekur ekki mark á rökum með tilvísunum í virta skýrslu frá pewforum og svo heldur þú þig við fullyrðingar sem allir hlæja að varðandi arðsemi Kárahnjúka. Og svo bíturðu höfuðið af skömminni með hroka um þekkingu á fjármálafræðum.

Ég veit um þína menntun, kennslustörf og ráðgjafir og velti því fyrir mér eins og fleiri hvernig þú kemst upp með bullið um Kárahnjúka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.7.2016 kl. 02:14

26 Smámynd: Salmann Tamimi

Gunnar Th Gunnarsson Herna þú sinir þina vanþekkingu á Íslam. Þú segir " flestir múslimar trúa því að sharia séu orð Guðs og því æðri lögum manna".Það er rangt Múslimar trúa allir að Kóranin er orð Guðs en ekki Sharia.

Svo helduru áfram og skrífar að "Vandamálið er hins vegar að ótal túlkanir eru í gangi meðal múslima sjálfra. " Þannig að þetta er ólik milli landa sem sinir að þú veist ekkert um Sharia . En nú ætlar ég að segja þér og öðrum hvað er Sharia.

Sharia á arabísku þyðir Lög þ.a að það er til islensk Sharia , Amrísk Sharia, Sænsk Sharia og egypskt Sharia og eru ólikir í hverja land fyrir sig.  Í Kóranin segir Guð að hafa réttlæti sem aðal atriði í samskipti okkar og virðing fyrir allt sem hann hefur skapað. En hann setti þrju lög fyrir mannkyns.

1: Lög um hámrksrefsing refsing við morð:

2: Lög um skipting arf.

3: lög um hámarks  refsing við kynmök í laumi og rán. 

þetta er eina sem stendur í Kóran, en allt annað lög sem styra samfélagið er okkar ákvörðun þess vegna er ólik lög í islamisk lönd. Lögin í afganistan er ekki einsog lögin í Jordania. Lögin í Iran er ekki sama og Alsír.

Hérna er smá kennsla um Sharía ef þeir vantar meira þá er .að alveg sjalfsagt að fræða þig og öðrum sem tala um Sharia einsog þetta væri bók sem múslimar hafa undi koddan. Það er ekkert til nein bók sem heitir Sharia lögbók eða slikt

Salmann Tamimi, 18.7.2016 kl. 00:50

27 Smámynd: Baldinn

Hvað gengur eiginlega að þér Gunnar.  Þú ætlar þá líklega að upplýsa okkur um þína menntun opg eigum við síðan í framhaldinu að meta þín orð út frá þeim.  Ert þú ekki leigubílstjóri á Reyðarfirði og hefur þannig beinan hag af virkjuninni.  Næst ætlar þú örugglega að kenna Salmann Tamini um Islam.

Baldinn, 18.7.2016 kl. 09:58

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Salmann. þú virðist ekki skilja það sem skrifað er, e.t.v. ertu ekki nógu sleipur í íslensku. Ef allir múslimar túlkuð sharia lög eins og þú, eða Kóraninn eins og þú, væru múslimar hugsanlega ekki að sprengja hvern annan í loft upp.

Nú skal ég bara copy/paste úr pewforum skýrslunni fyrir þig og vonandi ertu betri í enskunni en íslensku.

"The survey finds that most Muslims believe sharia is the revealed word of God rather than a body of law developed by men based on the word of God. Muslims also tend to believe sharia has only one, true understanding, but this opinion is far from universal."

"Sharia as Divine Revelation In 17 of the 23 countries where the question was asked, at least half of Muslims say sharia is the revealed word of God." (bls 41)

"Sharia Sharia, or Islamic law, offers moral and legal guidance for nearly all aspects of life – from marriage and divorce, to inheritance and contracts, to criminal punishments. Sharia, in its broadest definition, refers to the ethical principles set down in Islam’s holy book (the Quran) and examples of actions by the Prophet Muhammad (sunna). The Islamic jurisprudence that comes out of the human exercise of codifying and interpreting these principles is known as fiqh. Muslim scholars and jurists continue to debate the boundary between sharia and fiqh as well as other aspects of Islamic law" (bls 17)

Mér sýnist þér ekki veita af smá fræðslu um afstöðu trúbræðra þinna. Þú finnur þessa fræðslu hér: http://www.pewforum.org/files/2013/04/worlds-muslims-religion-politics-society-full-report.pdf

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2016 kl. 10:55

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Baldinn, allir íbúar Fjarðabyggðar hafa beinan hag af virkjuninni. Sem dæmi væri ekkert atvinnu slökkvilið á staðnum, og minni verslun og þjónusta á öllum sviðum.

Ég hef fylgst með umræðum um virkjunina frá aldamótum og lesið ótal greinar frá lærðum aðilum um málið. Reglulega koma besservissarar eins og Þorsteinn Siglaugsson sem eru á skjön við raunveruleikann í málinu, en slíkum mönnum flagga náttúruverndarsamtök í áróðri sínum gegn framfarasporum á landsbyggðinni.

Ég skora á þig og aðra, að kíkja á þessar tvær greinar sem ég vísaði í hér að ofan. Ég geri þau rök sem þar koma fram að mínum. Upplýsingarnar sem þar koma fram segja allt sem segja þarf um "fræðimennsku" Þorsteins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2016 kl. 11:06

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek það fram að ég virði skoðanir þeirra sem voru og eru á móti virkjuninni við Kárahnjúka og hef alltaf gert. Ég virði hins vegar ekki viðleitni þeirra til að afvegaleiða umræðuna með vitleysu um staðreyndir, í þeim tilgangi að fá aðra í lið með sér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2016 kl. 11:10

31 Smámynd: Salmann Tamimi

Það ert þú sem vill ekki fræðast og kýs að vera blindur. Grundvallar atriði í Islaisk Sharia er réttlæti og svo kemur .essi fast atriði sem ég nefndi

Salmann Tamimi, 18.7.2016 kl. 12:06

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Salmann, eru allir múslimar á þinni skoðun?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2016 kl. 13:37

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skilningur þinn á hugtakinu "réttlæti" er verulega brenglaður ef þú telur sharia grundvallast á því. Svona hugsunarháttur á ekkert erindi á Íslandi og rennir stoðum undir þau sjónarmið að múslimar eigi erfitt með að aðlagast vestrænum gildum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2016 kl. 13:45

34 Smámynd: Salmann Tamimi

Gunnar Veistu hvað er skilning min á réttlæti? Ertu orðin húgsunarlesari? ég var að reyna að skyra fyrir þig Sharia og Islam en þú villt halda áfram með hatrið: sem betur fer þetta er bara þitt vandamál.

Salmann Tamimi, 18.7.2016 kl. 13:56

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þinn skilningur á réttlæti er að höggva hendur af þjófum.

Ég þarf ekki að lesa hugsanir þínar, mér nægir að lesa það sem þú skrifar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2016 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband