Kaupmáttur eykst með krónu

Krónan og fullveldið gerðu Íslendingum mögulegt að spyra fótum við botni strax eftir kreppu. Krónan lagaði sig að efnahagslegum aðstæðu okkar, ólíkt það sem evran gerir fyrir smærri þjóðirnar í myntbandalaginu.

Fullveldið nýttum við til að gera samninga við erlenda kröfuhafa í þrotabú bankanna án handleiðslu frá ESB-ríkjum - eftir að hafa hafnað forsjá þeirra í Icesave-málinu.

Krónan spilar saman með fullveldinu og eykur kaupmátt launafólks.


mbl.is Kaupmáttur aukist um 11,6% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta gerist ekki alltaf svona. Það eru hæðir og lægðir. Hækkun gengis krónunnar núna stafar fyrst og fremst af ævintýralegum vexti ferðaþjónustunnar og lágu olíuverði.

Við Hrunið féll krónan hins vegar svo mikið að hægt var á mettíma að minnka kaupmátt almennings um 30 til 40 prósent. Kannski má tala um það sem kost við að hana hana að þegar áföll verða í þjóðarbúskapnum sé hægt að láta almenning taka sem allra fljótast og mest á sig skellinn.  

Ómar Ragnarsson, 24.5.2016 kl. 17:32

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Páll, þetta er rétt hjá þér. Nú fengu Grikkir enn einn Evru- "björgunarpakkann", en 96% af þeim upphæðum sem ESB hefur látið Grikki fá hafa farið í kröfuhafa og banka saman!

Ívar Pálsson, 25.5.2016 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband