Evrópumenning; rómversk, frönsk, þýsk og esbísk

Rómarveldi bjó til eina menningu með einu tungumál í Suður- og Vestur-Evrópu fyrstu 500 ár tímatals okkar. Leifar þessarar menningar lifðu fram á nýöld, með kaþólsku kirkjunni, lénsveldi og latínu sem tungumáli yfirstéttarinnar.

Franska byltingin var uppgjör við rómverska menningu, kaþólsku kirkjuna og lénsveldi. Tilraun raun Napóleons að leggja undir sig Evrópu í nafni frelsis, bræðralags og jafnréttis beið ósigur á sléttum Úkraínu og Rússlands þótt lokaorustan væri við Waterloo sumardag 1815.

Hundrað árum seinna reyndu Þjóðverjar að þýskvæða Evrópu í krafti iðnaðarmáttar. Tilraun Þjóðverja stóð yfir með hléum frá 1914 til 1945. Slagorð Þjóðverja um Lebensraum átti ekki upp á pallborðið hjá öðrum þjóðum álfunnar. Þýsk iðnvæðing fann sínar siðferðislegu takmarkanir í Auschwitz.

Lokaorustan um þýska Evrópu var háð í Berlín vorið 1945. Sókn Þjóðverja var aftur brotin á bak aftur í Rússlandi og Úkraínu, rétt eins og franski leiðangurinn.

Í dag reynir Evrópumenningin aftur fyrir sér í Úkraínu og Rússlandi undir formerkjum ESB sem lýtur sameiginlegu þýsk-frönsku forræði. Engar líkur eru á árangri, jafnvel þótt Bandaríkin og Nató styðji viðleitnina. 

ESB-útgáfa Evrópumenningarinnar skortir lífskraft Rómverja, hugmyndafræði Frakka og skipulagsgáfu Þjóðverja. ESB ræður ekki við gjaldmiðil álfunnar og veit ekki hvernig á að bregðast við múslímavandanum frá miðausturlöndum. Það verður engin lokaorusta um ESB-útgáfu Evrópumenningarinnar. Hún mun líkt og rómverska útgáfan fyrir hálfu öðru árþúsundi renna ofan í suðupott sem enginn veit hvað úr verður. 


mbl.is Líkir ESB við vegferð Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þetta er alveg rétt hjá Boris. Með ESB hefur draumur Hitlers og skósveina hans um sameinaða Evrópu undir forystu Þýzkalands rætzt. Í dag voru þessi ummæli Boris' í útvarpsfréttunum og þar áréttaði Bylgjan, að þetta væri bull, að ESB hafi verið sett á laggirnar til að koma í veg fyrir styrjaldir bla bla, sem er auðvitað rugl, því að það var tollabandalagið Kola- og stálsambandið sem var stofnað á sínum tíma til að sinna þessu hlutverk auk þess liðka fyrir milliríkjaviðskiptum og sem síðar varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með 6 ríkjum. Á meðan EBE var og hét, þá höfðu aðildarríkin fullveldi í krafti neitunarvaldsins. ESB er allt annar handleggur og hefur réttilega verið kallað fjórða ríkið. Og þótt það vanti hervald í samlíkinguna, þá stenzt hún fyllilega.

Á sama hátt og samliking á ESB við Sovézka kerfið á fyllilega rétt á sér, þótt efnahagskerfið hafi verið öðruvísi. Eftir sem áður eiga ESB og Sovétríkin sálugu (+ leppríkin) óskilvirknina, bruðlið, spillinguna, skriffinnskuna og lýðræðisskortinn sameiginlegt.

Aztec, 15.5.2016 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband