Forsetaembættið sem RÚV-raunveruleiki

RÚV tefldi fram frambjóðanda við forsetakosningarnar 2012. Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir var þjóðkunn vegna starfa sinna á RÚV. Aftur kemur RÚV-ari fram sem forsetaframbjóðandi 2016.

Guðni Th. Jóhannesson var álitsgjafi í beinni útsendingu af mótmælum sem RÚV undirbjó gegn enn öðrum RÚV-ara, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Sigmundur Davíð vann sér til óhelgi að tala ekki við RÚV þegar fjölmiðlakirkjan vildi; hann reifst við Gísla Martein í RÚV-þætti og sinnti lítt kröfum fjölmiðilsins um að vera hluti af raunveruleikasjónvarpi RÚV.

Guðni Th. var áfram álitsgjafi RÚV eftir að hann lagðist undir feldinn fræga og íhugaði forsetaframboð. Í næsta þætti raunveruleikasjónvarps RÚV verður álitsgjafinn Guðni Th. inntur eftir möguleikum forsetaframbjóðandans Guðna Th. Fylgist með.


mbl.is Forsetaembættið ekki raunveruleikaþáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki langt skrefið á milli Íslands og Bandaríkjanna og styttist stöðugt.

Ragnhildur Kolka, 7.5.2016 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband