Góðæri í landinu, hallæri í pólitík

Fræg setning úr bandarískum stjórnmálum ,,it is the economy, stupid" á ekki við um Ísland þessi misserin. Efnahagur þjóðarinnar batnar jafnt og þétt allt kjörtímabilið en samt ríkir hallæri í pólitíkinni.

Án stórbreytinga í stjórnmálum fyrir næstu þingkosningar er hætt við að pólitísk óreiða leiði okkur í efnahagslegt öngþveiti. Vandinn er að góðærið, sem nú ríkir, á sér engin pólitískan bakhjarl.

Undir eðlilegum kringumstæðum nyti sitjandi ríkisstjórn góðærisins. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætti að fá byr í seglin en sætir andstreymi. Erfiðleikar ríkisstjórnarinnar að njóta sannmælis stafa af almennu vantrausti í garð stjórnmála.

Traust í stjórnmálum vex best næst botni. Það sást greinilega á mótmælum á Austurvelli i byrjun mánaðar. Vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórninni skaut Ólafi Ragnari upp á stjörnuhimininn í mælingu á trausti. Forsetinn nýtti sér aðstæður og ákvað að bjóða sig fram til endurkjörs.

Þjóðin stendur frammi fyrir tvennum kosningum næstu misserin. Í sumar verður kosinn forseti og í síðasta lagi vorið 2017 fara fram þingkosningar. Leið stjórnarflokkanna að árangri í þingkosningunum liggur í gegnum forsetakosningarnar.

Eftir því sem forsetakosningarnar verða pólitískari verður meiri eftirspurn eftir stöðugleika í þingkosningunum. Stjórnarflokkarnir eru framboð stöðugleika, eðli málsins samkvæmt.

Við tökum litla áhættu með pólitískum forsetakosningum. Bessastaðir stjórna ekki efnahagskerfinu.


mbl.is Besta staða frá stríðslokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ríkir góðæri í heilsuræslunni? Ríkir góðæri á sjúkrahúsum? Ríkir góðæri hjá löggæslunni? Ríkir góðæri hjá öryrkjum? Ríkir góðæri hjá öldruðum? O.s.m.l.t.!

Fyrir utan stóreignamenn er helst að góðæri ríkti hjá verktökum sem af einbeittu skítlegu eðli reyna að brjóta niður áratuga uppbyggingu launakjara landsmanna með innflutningi á þrælum. Samtök atvinnulífsins setja kíkinn fyrir blinda augað, vitandi að glæpurinn smitar út frá sér.

Svo á þetta svínarí sér alltaf einhverja málssvara sem kalla þetta ástand gjarnan - góðæri!

Þarf að spyrja afhverju valdhafarnir, hönnuðir ástandsins njóta ekki trausts?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2016 kl. 11:06

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Þegar það kemur góðæri halda alltaf einhverjir lukkuriddarar að þeirra tími sé kominn og vilja fá að prófa.  Núna eru óvenju margir í pólitíkinni eða virkum í athugasemdum.

Steinarr Kr. , 21.4.2016 kl. 12:21

3 Smámynd: Elle_

Persónulega sé ég ekki að forsetinn hafi nýtt sér neitt.  Hann kaus að bjóða sig aftur fram fyrir fólkið og skýrði það.  Og skil það ekki eins og Styrmir Gunnarsson að það líti einu sinni út fyrir að forsetinn geti ekki hugsað sér að hætta.  Hann ætlaði að hætta.

Elle_, 21.4.2016 kl. 12:31

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er í raun rétt að efnahagsástandið er svo gott að það nálgast kraftaverk miðað við þær horfur, sem við höfðum hér fyrstu ár eftir hrun. Margt má eigna þessari ríkistjórn og ekki hægt annað en að dáðst að því hvernig leyst hefur verið úr eftirhreytum hrunsins, bæði hvað varðar þær óheyrðu aðgerðir að beila almenning út og semja við kröfuhafa bankanna. Annað má kannski skrifa á heppni, sem snertir hina nýju stóriðju, ferðamannabransann. Þar höfum við notið athygli heimsins vegna náttúruhamfara og viðbragða okkar við manngerðum hamförum hrunsins.

Hér er réttilega bent á að þessi hagvöxtur hefur ekki skilað sér niður á við og kjör hinna verst settu eru enn slæm og systematískur galli í velferðarkerfinu sem ekki hefur verið leiðréttur. Verði brugðist við því þá má vænta friðar.

Hagvöxturinn hefur annars skilað sér uppávið eins og fyrir hrun og merki á lofti að menn séu að verða drukknir á velmegun eins og fyrir hrun, sem leiðir óhjákvæmilega hugann að nýju hruni. Teiknin eru þau sömu. Brjáluð þensla á húsnæðismarkaði og fasteignamarkaður sem er að færast á hendur færri og færri með hjálp gerspilltra lífeyrissjóða almennings.

enn sefur frumvarp um aðskilnað þjónustu starfsemi og fjárfestingarstarfsemi banka uppi í ráðuneyti og gullkálfarnir greiða sér bónusa og arð af sparifé og eignum almennings og fyrirtækja og gambla með það fjöregg sem enginn væri morgundagurinn. Bindiskildan er enn úti á hafsauga eftir að hún var nánast afnumin og frítt spil fyrir samskonar lánafyllerí banka og fyrir hrun. Takmarkanir á peningaprentfrelsi banka er ekki rætt lengur. Allt ber að sama brunni og síðast.

Drukkinn maður hugsar ekki um afleiðingar. Skítt með litla manninn. Lesum peningapornógrafíu greiningadeildanna og látum okkur engu skipta afleiddann skaða. 

2007 er skemmra undan en menn vilja sjá. Afneitun drykkjumannsins er alsráðandi. Velgengnin nú gerir menn værukæra fyrir afleiðingum annars hruns. Trúarsetningin "þetta reddast" er réttur dagsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2016 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband