Mánudagur, 18. apríl 2016
ESB ákallar kirkjuna um hjálp
Forseti Evrópuţingsins, Martin Schultz, óttast ađ ESB sé ađ rifna í sundur sakir óeiningar. Hann ákallar kaţólsku kirkjuna um ađstođ viđ ađ grćđa sárin sem sundurţykkjan opnar vegna ónýts gjaldmiđils, ágreinings um flóttamannastefnu og deilna um valdmörk ESB og ţjóđríkja.
Kaţólska kirkjan var sameiningarafl Evrópu á miđöldum. Hún lagđi til trúarsannfćringu og sameiginlegt tungumál, latínu. Undir vernd kirkjunnar óx fram valdastétt í Vestur-Evrópu sem átti meira sameiginlegt innbyrđis en međ ţegnum sínum, sem töluđu ţjóđtungum og fundu lítt fyrir ábata yfirstéttarinnar af sameiginlegum gildum.
Bandalag kirkju og lénsvalds hratt sókn múslíma inn í Evrópu á ármiđöld og lagđi grunninn ađ útţenslu Evrópuríkja til miđausturlanda á hámiđöldum. Í sćkja múslímar inn í Evrópu sem farandfólk og reynir ađ koma sér fyrir í stórborgum álfunnar án ţess ađ ađlagast vestrćnum gildum.
Ţótt kaţólska kikjan sé víđa máttug rćđur veraldarhyggja ferđinni, einkum í Vestur-Evrópu. Ţar er spurt hvađ virkar og hvađ ekki. Eitt af ţví sem ekki virkar er gjaldmiđill ESB, evran. Jafnvel sauđtryggir ESB-sinnar segja daga evrunnar í núverandi mynd talda.
RobertSkidelsky vonast til ađ landar sínir á Bretlandi samţykki áframhaldandi ESB-ađild. Rök hans eru ţau ađ ţegar evran líđur undir lok sé nauđsynlegt ađ Bretland byggi brú milli Norđur- og Suđur-Evrópu. Sjónarmiđiđ er heldur langsótt og lýsir örvćntingu ESB-sinna.
![]() |
Fleiri Bretar vilja úr ESB |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.