Miðvikudagur, 6. apríl 2016
RÚV lýgur blákalt - Helgi Seljan þarf að útskýra
Í fréttahönnun RÚV dagana fyrir Kastljósþáttinn á sunnudag, sem var startskotið fyrir fjöldamótmæli á mánudag, þverbraut RÚV ítrekað viðurkenndar siðareglur fjölmiðla. Í viðtengdir frétt á mbl.is segir
Fullyrt var að skrifstofa Alþingis hafi staðfest þann skilning á reglunum. Helgi Seljan endurtók þá fullyrðingu í viðtali við fjármálaráðherra í Kastljósi í gærkvöldi. Þessu hafnar skrifstofustjóri Alþingis algerlega.
Það er alrangt. Ég tók það sérstaklega fram við fréttamann frá Ríkisútvarpinu að ég hefði enga heimild til þess að segja hvað væri rétt eða rangt í þessum efnum. Forseti Alþingis hefði ekki heldur rétt til þess og forsætisnefnd ekki heldur.
Helgi Seljan fréttamaður hlýtur að gera grein fyrir þessum vinnubrögðum. Að ljúga upp á heimildamenn er alvarlegt mál og leiðir til aðgerða á heiðarlegum fjölmiðlum.
Staðfesti ekki skilning Kastljóss á hagsmunaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær hefur Helgi Seljan nokkurn tímann kunnað að skammast sín????
Jóhann Elíasson, 6.4.2016 kl. 15:32
Þessi hálmstrá eru orðin ansi vandræðaleg.
Jón Ragnarsson, 6.4.2016 kl. 16:16
það skiftir í raun ekki máli hvað hann sagði eða ekki sagði, það eru í dag engin viðurlög við nokkrum sköpuðum hlutum og allt gert, allt látið flakka.
Eyjólfur Jónsson, 6.4.2016 kl. 17:15
Held að það væru nú fáar fréttir sagðar ef farið væri eftir hugmyndafræðinni sem hér hfur birst á síðustu dögum á þessu bloggi! Það mætti ekki koma með óvæntar spurningar, það væri refsivert ef einhver mistúlkaði einhverjar upplýsinar sem hann notaði í spurningar sína. Það yrði að leita samþykkis viðmælenda fyrir öllu sem haft væri eftir honum. Eins mætti ekki byggja frétt á efni sem komið er til með leka því það eru stolin gögn.. Og þá væntanlega ekki eftir ónafngreindum aðilum. Væri þá ekki bara rétt að loka þessu fréttastofum og stofna þar Bónusbúðir? Því skv þessu má ekki spyrja neinn nema að senda honum fyrirspurnir og birta svörin á netinu á athugasemda.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2016 kl. 17:49
RÚV krefur menn um heiðarleg vinnubrögð og álasar þeim sem þeir halda að viðhafi þau ekki. Þegar kemur að starfsmönnum RÚV þá er allt leyfilegt,engin eftirköst,mönnum hælt í bak og fyrir. Er von að það fyrirtæki sé rúið trausti? Svo erum við þvinguð til að greiða laun þessara afglapa.
Leggja ber RÚV niður, loka þeirri sjoppu í eitt skipti fyrir öll.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.4.2016 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.