Klára þetta fyrir kaffi, Bjarni

Einfalt mál er stundum gert flókið. Í landinu er starfandi meirihlutastjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Eftir pólitískt fárviðri ákveður forsætisráðherra að stíga til hliðar.

Pólitíska fárviðrið snerist um einkahagi forsætisráðherra og eiginkonu hans. Aldrei var um neina pólitík aðra að ræða.

Eftir að forsætisráðherra víkur ættu stjórnarþingmenn að sameinast um að setja punkt fyrir aftan fárið, samþykkja nýjan forsætisráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, og óbreyttan stjórnarsáttmála.

Það er hægt að klára þetta fyrir kaffi í dag. En svo er líka hægt að skemmta skrattanum og halda áfram leiksýningunni.


mbl.is „Ætlum ekki að taka langan tíma í þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Páll.

Og báðir töluðu þeir af hyggindum í gær, Sigurður Ingi og Bjarni, báðir vel hæfir menn og með fullt kosningarumboð næstu 14 mánuðina.

Erlend fjárfesting Bjarna er löngu liðið fyrirbæri og á engan hátt saknæm.

Nú er athyglin einnig með réttu farin að beinast að fjármálum Samfylkingarinnar sjálfrar og ýmsum flokksbroddum í stjórnarandstöðunni, sbr. HÉR!, að ógleymdum mönnum eins og Árna Þór Sigurðssyni með tvöfaldan peningabagga á bakinu, álitsgjöfunum próf. Baldri Þórhallssyni (varaþingmanni Samfylkingar) og próf. Vilhjálmi Árnasyni, sem er ekki aðeins Samfylkingarmaður, heldur líka (eins og tveir þeir síðastnefndu) einn af ESB-styrkþegunum.*

Já, það er engin ástæða til friðkaupa við stjórnarandstöðu sem hefur ekki hreinni skjöld sjálf.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1182591/ (opin grein eftir Kára Stef.).

Jón Valur Jensson, 6.4.2016 kl. 14:54

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hélt að sala Össurar Skarphéðinssonar, fv. utanríkisráðherra Jóhönnustjórnar, og Árna Þórs Sigurðssonar, fv. formanns utanríkisnefndar, á stofnfjárbréfum í BYR og margra milljónatuga gróði þeirra á þeim viðskiptum, sem ýmsir töldu hugsanlega byggjast á innherjaupplýsingum, væri það eina af þessu tagi hjá þeim félögunum.

En við gúgl kemst ég að öðru að auki:

Fimmtudagur 04.02.2010 - 08:25 - Ummæli (1)

Össur og Árni Þór seldu hluti í SPRON áður en bréfin fóru á markað. Högnuðust verulega

ossurskarp.jpgÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður, eru sagðir hafa selt stofnfjárhluti í SPRON fyrir háar upphæðir áður en bréf í sparisjóðnum fóru á markað. Fjölmargir aðilar, meðal annars stjórnarmenn SPRON og fjölskyldumeðlimir þeirra, gerðu slíkt hið sama.Viðskiptablaðið segir frá þessu í dag.

Þegar í ljós kom á sínum tíma að stjórnarmenn í SPRON og stjórnendur fyrirtækisins höfðu selt stofnfjárhluti sína áður en þeir fóru á markað vakti það mikið uppnám og reiði meðal úti í þjóðfélaginu og meðal annarra stofnfjáreigenda. 

Fram kemur í blaðinu að kaupendur hlutanna hafa tapað miklu fé, enda bankinn gjaldþrota og farinn í slitameðferð. Kaupendurnir vilja fá að vita hvaða upplýsingar seljendurnir höfðu undir höndum og hvaða ástæða lá að baki sölu þeirra. Grunur leikur á því að um innherjasvik sé að ræða.

Viðskiptablaðið segir að Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra og núverandi utanríkisráðherra, hafi selt alla 10 milljónir stofnfjárhluta sína. Markaðsvirði hlutanna hafi verið um 40 til 70 milljónir. Þá hafi Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, selt tæplega 1,3 milljónir stofnfjárhluti að nafnverði, en hann hélt eftir litlum hlut.

Einnig eru dæmi um að fjölskyldumeðlimir stjórnenda og stjórnarmanna hafi selt stofnfjárhluti. Áslaug Björg Viggósdóttir, eiginkona Guðmundar Haukssonar sparisjóðsstjóra, seldi rúmlega 10 milljónir hluta að nafnvirði. Halldór Kolbeinsson, eiginmaður stjórnarformannsins Hildar Petersen, seldi um 1,5 milljónir hluti á nafnvirði. Sjálf seldi Hildur rúmlega 5 milljónir hluti. Jón G. Tómasson, fyrrverandi stjórnarformaður SPRON, seldi um 400 þúsund hluti, og dóttir hans seldi fyrir litlu minna.

HEIMILD: http://eyjan.pressan.is/frettir/2010/02/04/ossur-og-arni-thor-seldu-hluti-i-spron-adur-en-brefin-foru-a-markad-hognudust-verulega/

Jón Valur Jensson, 6.4.2016 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband