Forsetakosningar æfing fyrir þingkosningar

Forsetakosningarnar í sumar verða æfing fyrir þingkosningarnar í haust. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að stytta kjörtímabilið mun óhjákvæmilega gera forsetakosningarnar stórpólitískar.

Á næstu dögum verður kallað eftir einstaklingum í framboð til forseta sem geta axlað þá ábyrgð sem óreiðan á alþingi krefst.

Stjórnmálamenn sem geta veitt forystu í landsmálum eru ekki margir. En þeir eru til og verða að stíga fram áður en apríl er úti.


mbl.is Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú mælir að visku sem endranær kæri Páll.

Því miður er lítið til af alvöru landsfeðrum með pólitíska þekkingu og nef. Enn færri eru þeir af slíkum sem fengjust í framboð, en þar væri ritstjórinn knái Davíð fremstur í flokki. Aðrir eygðu vart hæla hans af þeim sem kæmu til greina.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.4.2016 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband