Fjölmiðlar án blaðamennsku

Fyrir daga netsins og samfélagsmiðla var hugtakið ,,hliðarvarsla" notað  um hlutverk fjölmiðla. Hugtakið er þýðing á enska heitinu gatekeeping sem upphaflega kom úr sálfræði en fékk sess í fjölmiðlafræði.

Hliðarvarsla felur í sér að fjölmiðlar velja hvað birtist almenningi og hvað ekki. Mælikvarðinn á hvaða fréttir skulu birtar og hverjar ekki verður til í faginu sem nefnist blaðamennska. Samfélagslegt hlutverk blaðamennsku fékk hálfopinbera stöðu með því að réttur til aðgengis opinberra upplýsinga var tengdur fjölmiðlum og starfsmönnum þeirra. Enn eimir af þessum forréttindum þegar fjölmiðlar láta eins og þeir eigi kröfu á að stjórnmálamenn svari þeim, þar sem blaðamenn eru n.k. fulltrúar almennings.

Hliðarvarsla og blaðamennska er á hinn bóginn deyjandi fyrirbrigði á tímum bloggs og samfélagsmiðla. Allir með aðgang að nettengdri tölvu geta birt upplýsingar og blaðamenn eru æ oftar í því hlutverki að endurbirta blogg og fésbókarfærslur. Fagleg umræða og faglegur metnaður blaðamanna er í samræmi við kranaeðli starfsins; að fleyta rjómann af annarra manna vinnu, þegar best lætur, en skolpveita þjóðarsálarinnar þegar verst gerist.

Eftir því sem blaðamennsku hningar verður hjómurinn holari í kröfu blaðamanna um að valdamenn í samfélaginu standi fjölmiðlum skil gerða sinna.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er margt til í fyrirsögninni hjá þér.

Mikill tími fjölmiðla fer bara í að finna mesta aumingjann og ógæfumanninn eða það er verið að leika sér í boltaleikjum.

Hvar er "Móses nútímans" sem að getur leitt þjóðina hinn rétta veg inn í framtíðina?

Jón Þórhallsson, 18.3.2016 kl. 11:31

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þar sem síðuhafi titlar sig blaðamann má spyrja hvort ásláttarvillur séu hnignunareinkenni nútíma blaðamennsku? :)

Eftir því sem blaðamennsku hningar [sic] verður hjómurinn [sic] holari í kröfu blaðamanna um að valdamenn í samfélaginu standi fjölmiðlum skil gerða sinna.

En það er auðvelt að laga þetta. Það kemur fyrir besta fólk að skripla á lyklaborðinu :)

 

 

Wilhelm Emilsson, 19.3.2016 kl. 02:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað þú átt bágt Wilhelm.Hver einasta sála á netinu sér og les ásláttar villur oft á dag.Þær algengu koma stundum fyrir hjá þeim sem skrifa mikið,rétt eins og fingur annarrar handar keppist við að vera á undan.Aldrei fyrr hef ég séð hér aumkunarverðari aðfinnslu,þeim mun sjaldnar langað til svo mikið em nefna það. Þær koma oftar fyrir á dagblöðunum og þá hörmungar ambögur,sem ég hef ekki nennt að geyma til gamans,hvað þá annað.  

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2016 kl. 00:09

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Alltaf í boltanum, Helga mín?

Wilhelm Emilsson, 22.3.2016 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband