Verðlækkun á bílum í vor

Nýir bílar, sem fluttir voru inn í haust og vetur, eru yfirverðlagðir. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi gerðu innflytjendur ráð fyrir verðbólgu í kjölfar kjarasamninga en hún lætur á sér standa. Í öðru lagi er verðhjöðnun í Evrópu og Asíu, sem veit á lækkun innflutningsverðs. Í þriðja lagi styrkist krónan gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

Nýir bílar eru líklega yfirverðlagðir um 8 til 12 prósent. Umboðin reyna í lengstu lög að halda uppi verðinu á nýjum bílum. Keðjuverkun fer af stað þegar nýir bílar lækka í verði, verðfall verður á notuðum bílum.

Stór hluti bílaflotans er í eigu bílaleigufyrirtækja. Þau eru þegar farin að lækka verðið á sínum bílum. Til dæmis lækkaði bílleiga verðið á Mitsubishi Pajero árg. 2013 leðurútgáfu úr 6,5 m.kr. í 5,9 m.kr. núna fyrir helgi.

Ef umboðin lækka ekki verðið á nýjum bílum mun fleiri sjá tækifæri að flytja beint inn bíla. Umboðin reyna ýmis sölutrix, t.d. auglýsir eitt þeirra frítt bensín í eitt ár, en það er ígildi 200 til 300 þús. kr. verðlækkunar.

Meira þarf til. Nýir bílar ættu að lækka milli 5 og tíu prósent í verði á næstu mánuðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ofan á þetta bætist að oft selja bílaumboðin eins til tveggja ára gamla bíla, sem hafa staðið hjá þeim sem splunkunýja bíla, jafnvel af árgerð sem þessir bílar eru ekki lengur framleiddir.

Ég veit um dæmi um bíl, sem seldur var sem árgerð 2014 af því að hann var skráður í október það ár, en síðasta framleiðsluár hans var 2013.

Jafnvel þótt bíll sé ekkert keyrður eldist hann við það að standa óhreyfður, ég tala nú ekki um ef það er úti í öllum veðrum.

Það hefur verið minnst á þetta áður á mbl.is en á enskunni heita bílarinr "módel" þetta ár eða hitt, og þessi tiltekni bíll er "módel 2013.

Ómar Ragnarsson, 13.3.2016 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband