Föstudagur, 19. febrúar 2016
Helgi gefst upp á evru og ESB-aðild
Þingflokksformaður Samfylkingar, Helgi Hjörvar, býður sig fram til formennsku í flokknum undir þeim formerkjum að evra og ESB-aðild séu ekki lengur aðalmál Samfylkingar. Jafnframt boðar Helgi fráhvarf frá stefi Samfylkingar um ónýta Ísland. Gefum Helga orðið
Við höfum verið að segja að allt sé ómögulegt og verði ómögulegt á meðan við höfum íslensku krónuna. Það verði allir bara að bíða eftir evrunni. En hún er ekkert að koma í náinni framtíð. Það var hægt að hafa þessa skoðun þegar við áttum möguleika á hraðri inngöngu í ESB, strax eftir hrun. Núna verður jafnaðarmannaflokkur sem ætlar að hafa pólitík fyrir ungt fólk, fólk með meðaltekjur og lægri tekjur, að reyna að skapa bærileg vaxtakjör og bærilegan fjármálamarkað.
ESB-uppgjöf Helga er gerð í von um endurreisn Samfylkingar sem fékk 12,9 prósent fylgi við síðustu kosningar og mælist undir tíu prósentum í könnunum.
Helgi Hjörvar gefur kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.