Gallup mátar Baldur Þórhalls við Bessastaði

Varaþingmaður Samfylkingar fyrrum, ESB-sinni og prófessor við HÍ, Baldur Þórhallsson og maki eru mátaðir við Bessastaði í skoðanakönnun Gallup. Spurningin er svohljóðandi:

Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart því að dr. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði verði næsti forseti Íslands og setjist ásamt maka sínum Felix Bergssyni á Bessastaði? 

Fyrir utan venjubundna svarmöguleika, þ.e. hversu jákvætt eða neikvætt fólk er gagnvart forsetaframboði Baldurs, er boðið upp á: ,,Veit ekki hver dr. Baldur Þórhallsson er."

RÚV, sem iðulega flaggar Baldri, hlýtur að hlaupa til og koma honum í fréttirnar á meðan könnun Gallup stendur yfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Best gæti ég trúað að fleiri séu fylgjandi Felix Bergsyni á Bessastaði en Baldri, enda snöggtum viðkunnalegrí. Þjóðin sem enn er þakklát Ólafi Ragnari fyrir að forða okkur frá Icesave-bralli Jóhönnustjórnarinnar mun tæpast samþykkja Baldur á forsetastól.

En hver pantaði þessa könnun, koma kannski fleiri prófessorar á eftir? Svanur Kristjánsson?

Ragnhildur Kolka, 21.1.2016 kl. 14:34

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eitthvað eru þeir sem kostuðu þessa auglýsingu (skoðanakönnun) hræddir um að hinn almenni kjósandi viti ekki hver Baldur Þórhallsson er, í það minnsta þykir nauðsynlegt að hengja nafn maka hans við spurninguna, enda hann öllum landsmönnum kunnur, ekki sýst yngri kynslóðinni.

Hvenær hefur áður verið spurt með þessum hætti í skoðanakönnun til kosningu forseta? Gefur ekki auga leið að sá sem kosinn er á Bessastaði mun flytja þangað með sínum maka?

Gunnar Heiðarsson, 22.1.2016 kl. 04:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þssu líkt fór í gegnum huga minn þegar ég las pistilinn og er ykkur hjartanlega sammála. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2016 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband