Morð og ríkisfyrirgefning

Á fyrstu öldum byggðar á Íslandi voru manndráp einkamál. Hugmyndin um ríkistryggða mannhelgi kom með konungsvaldi. Í stað hefndardrápa milli fjölskyldna, og eftir atvikum sátta þeirra á milli, tryggði ríkisvaldið samfélagsfriðinn með því að gera manndráp að opinberu refsimáli. 

Í þágu samfélagsfriðarins látum við ríkisvaldinu um að rannsaka, dæma og refsa í manndrápsmálum.

En það er ekki ríkið sem líður fyrir morð heldur fjölskylda fórnarlambsins. Það er ekki siðlegt að ríkið fyrirgefi morðingja, með uppreist æru, án þess að spyrja aðstandendur hins myrta.  


mbl.is Heyrði þetta fyrst í fréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Held að Ólöf hefði betur leitað umsagnar sifræðingsins systur sinnar en siðblindra klíkubræðra lögfræðistéttarinnar, áður en hún skrifaði upp á aflátsbréf morðingjans

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.1.2016 kl. 10:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á einhverjum tímapunkti verður refsingu að ljúka. Það er ekki hægt, þegar refsingu samfélagsins lýkur, að setja framhaldsrefsivald í hendur þolenda afbrotsins. Það er engum greiði gerður með því, allra síst þeim. Þá hæfist ný Sturlunga. Því er ákveðin mótsögn í færslunni.

Annars hélt ég að þessi hugmyndafræði væri ættuð úr Íslam, gaman að sjá þann boðskap hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2016 kl. 10:56

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skrifaðu sjálfur Axel um gamanið sem þú sérð í boðskap Íslam,s. Falski mannhundurinn og morðingi Einars,á þá að taka refsinguna út til fulls.- 

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2016 kl. 12:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Helga, ég er ekki að mæla því bót sem Atli gerði, ekkert er fjarri mér. En hefur hann ekki tekið út þá refsingu sem hann var dæmdur til? Er þá málinu ekki lokið, á að fela einhverjum opið aukarefsivald í þessu máli, eða öllum málum jafnvel? Þá þarf að breyta lögum.

Auðvitað eru sárin ekki gróin, það er skiljanlegt. En fara verður að lögum, ef ekki á illa að fara, í þessu máli sem öðrum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2016 kl. 15:41

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Axel, jú, málinu er lokið en er einhbver sérstök ástæða til að verðlauna hann á þessum tímapunkti? 

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2016 kl. 17:11

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

þetta er góð spurning hjá Páli. Hvort fjölskylda hins myrta eigji að vera sammála uppreist æru, eða að það eigji ríkið að ákveða. Fyrrverandi þingmaður fékk uppreist æru, á afar skömmum tíma, á sínum tíma. Var það eðlilegt? Heilt yfir ætti að vera í gildi lög um uppreist æru, ekki tilviljunarkenndar ákvarðanir. Uppreist æra ætti t.d. að fást miðað að 1/3 af upphaflega dómi. SS, fái maður 16 ára fangelsi, fái hann uppreist æru á 5,4 árum eftir afplánun.

Jónas Ómar Snorrason, 19.1.2016 kl. 17:29

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar, ef lögin gera ráð fyrir þessum möguleika, fæ ég ekki séð að það sé hægt að túlka það sem verðlaun að farið sé að lögum.

Jónas, fyrirgefningin er einn af hornsteinum kristinnar trúar, þó sumum gangi illa að fylgja því, ekki hvað síst þeir sem hvað mest berja sér á brjóst í trúmálum. Á þessu bloggi hefur sá menningarheimur verið harðlega gagnrýndur hvar auga fyrir auga er rík hugsun í réttarfari. Ég fæ ekki betur séð en síðuhafi vilji taka þetta upp, eða eitthvað í þá veru. Menn eiga að afplána sína opinberu dóma svo á hefndin á að taka við. Hefndin hefur aldrei hjálpað neinum í sorginni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2016 kl. 18:37

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Morðingi er laus úr fangelsi eftir níu ár. Finnst fólki það vera réttlátt? Sá myrti snýr aldrei aftur.

Wilhelm Emilsson, 19.1.2016 kl. 20:06

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Almennt séð gilda ákveðin kristin gildi um fyrirgefningu, iðrun og sátt, sem gott er að hafa í huga ekki síður en lagaumhverfi sem verður að ganga jafnt yfir alla.

Vísa nánar í bloggpistil minn um það efni.

Ómar Ragnarsson, 19.1.2016 kl. 23:46

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Axel, ég var einungis að meina, að uppreist æru sé ekki tilviljunarkennd, háð pólitískum duttlungum ofl. Fólk þarf ekki að vera kristið, til þess að fyrirgefa, hins vegar þegar tilfinningar fólks eigji að blandast inn í þetta mál, þá er voðinn vís, að mínu áliti. Svona mál verða að enda, endanlega. Ríkið sakfellir, dæmir, hefur fólk í fangelsi fyrir þeirra sakir, á síðan að sjá um að gera upp t.d. uppreist æru, en með fyrirfram ákveðnum reglum, sem gilda jafnt fyrir alla.

Jónas Ómar Snorrason, 20.1.2016 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband