Unglingadrykkja í boði Haga og lífeyrissjóða

Þeir sem versla í Bónus og Hagkaup styðja unglingadrykkju. Hagar, sem reka Bónus og Hagkaup, eru með hannaða atburðarás sem miðar að því að knýja fram lagabreytingu á alþingi til að gera matvöruverslunum kleift að selja áfengi.

Einboðið er að unglingadrykkja mun aukast ef matvöruverslanir fá leyfi að selja áfengi.

Stórir eignaraðilar að Högum eru lífeyrissjóðir.

Er ekki til neitt sem heitir siðaskrá lífeyrissjóða? Má búast við að næst geri þeir út á smálánamarkaðinn - svo að unglingarnir eigi pening fyrir bjórnum?


mbl.is Hagar bjóða upp á Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Nú er ég ekki jafn sammála þér og jafnan.

Allir vita að um alla síðustu öld sem og á þessari hafa unglingar náð sér í áfengi að vild án vandkvæða. Þeir sem ætluðu sér gátu. Það eru ávallt leiðir.

Meiri líkur eru á að kaupmaður passi upp á passaskylduna við bjórsölu en ríkisstarfsmaður í ATVR. Kaupmaðurinn getur misst vínsöluleyfið ef hann selur unglingi, en ríkisstarfsmaður sem slíkt gerir ypptir bara öclum og ber enga ábyrgð.

Sá kaupmaður sem missir vínsöluleyfi missir um leið hluta viðskiptavina sinna yfir í næstu verslun sem enn hefur vínsöluleyfi.

Til að minnka unglingadrykkju þarf aðhald og fræðslu foreldra og annarra sem koma að uppeldi þeirra. Innbyggja í þá að umgangast vín af þeirri varkárni sem full þörf er á. Það skiptir engu máli hver selur vínið þegar þeir hlutir verða í lagi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.1.2016 kl. 18:12

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Er sammála Páli

Unglingurinn finnur mun auðveldara einhvern sem er að versla í Hagkaup/Bónus til að kaupa öl heldur en fyrir utan Ríkið.

Birgir Örn Guðjónsson, 13.1.2016 kl. 18:30

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

BÖG

Vandamálið er ekki versluni, heldur sá sem tekur að sér að kaupa ölið.

Það breeytist ekki eftir því hver selur ölið.

Eigum við ekki að skylda veitingastaði og bari til að einungis ríkisstarfsmenn afgreiði áfenga drykki ? Er það ekki sjálfsögð krafa í ljósi raka þeirra sem eru hér færð fram ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.1.2016 kl. 18:48

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Einhvern vegin finnst mér þessi sami söngur hafa verið sungin í örlítið annarri tónhæð þegar bjórinn var gerður löglegur.
Mikið langar mig að vita hvað þú kyrjaðir þá?

Undarlegt hvernig afturhaldsseggirnir sem höfðu svo rangt fyrir sér þá, vita aftur betur og sjá aftur fyrir miklar ógöngur.

Núna, eins og með bjórinn má ekki horfa til annarra landa til að sjá að þetta er allt í lagi.

Teitur Haraldsson, 13.1.2016 kl. 21:36

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áfengi er löglegt á Íslandi. Það þarf ekki að deila um það.

Unglingar nota næstum ekki áfengi í dag.

Unglingar nota efnin sem eru hindrunarlaust og ólöglega seld í undirheimanna svartamarkaðs-blekkingarbraskinu hvítflibbastýrða. Kerfissvikin grunnskóla/framhaldsskóla-börn eru auðveld byrjunarbráð hvítflibbanna svikadómsstólavörðu!

Fæstir unglingar sem fara í fíknimeðferð á Íslandi í dag hafa notað áfengi. Heldur hafa þeir ánetjast fyrsta skammt gefnum, "frjálsum", undirheima-hvítflibbaglæpamarkaðs-efnunum rándýru!

Er ekki kominn tími til að fjölmiðlar standi sig í að segja frá raunveruleikanum helsvarta og óverjandi, en þó pottþétt "svikadómsstóla"varða!!!

Eða er fjölmiðlum og almenningi alveg slétt sama um siðferðislega og löglega velferð barna, unglinga og fullorðinna á Íslandinu löglausa, rándýra og innbrota-gerspillta?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2016 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband