Gunnar Bragi skilur ekki utanríkismál

Úkraína er ein spillingarhrúga í aldarfjórðung þar sem auðmannaklíkur stela öllu steini léttara. Barátta um forræði yfir Úkraínu stendur á milli Bandaríkjanna og ESB annars vegar og hins vegar Rússa. Úkraínudeilan er gamaldags stórveldaþræta um áhrifasvæði.

Íslendingar ættu ekki að troða illsakir við Rússa sem reyndust okkur vel þegar við glímdum við gömlu nýlenduveldin í Evrópu. Bretland beitti okkur viðskiptaþvingunum, og neitaði íslenskum fiskiskipum löndun í Bretlandi, vegna útfærslu landhelginnar 1952. Stjórnvöld í Moskvu hlupu undir bagga og keyptu af okkur frystan fisk. Löndunarbann Breta stóð í fjögur ár og átti að knýja okkur til uppgjafar í landhelgisdeilunni. Rússaviðskiptin voru vörn Íslands gegn yfirgangi Breta.

Við skuldum hvorki Bandaríkjunum né Evrópusambandinu liðveislu í Úkraínudeilunni. Bandaríkin sýndu það árið 2006, þegar þau hurfu með liðsafla sinn á Miðnesheiði nánast í skjóli nætur, að þau láta þrönga þjóðarhagsmuni ráða ferðinni í utanríkismálum og skeyta hvorki um heiður né skömm. Evrópusambandið lagðist á árarnar með Bretum og Hollendingum í Icesave-deilunni í því skyni að íslenskur almenningur axlaði ábyrgð á skuldum einkabanka.

Sitjandi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, skilur ekki utanríkismál. Hann lætur embættismenn segja sér fyrir verkum. Þetta eru sömu embættismennirnir og vildu að Ísland axlaði Icesave-ábyrgðina og ætluðu að fórna fullveldinu með ESB-aðild.

Gunnar Bragi mun ekki skilja utanríkismál úr þessu. Hann er óhæfur að fara með utanríkispólitíska hagsmuni þjóðarinnar.


mbl.is Fullkomlega eðlilegt að fara varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það væri þá allt í lagi samkvæmt ykkur hægra-genginu og talsmönnum sérhagsmunaklíka að Rússland innlimaði Ísland?

Ef það er í lagi á einum stað, - þá hlýtur það að vera í lagi á þeim næsta.

Eða hver ætti að koma til bjargar?  Ekki BNA og ESB, svo mikið er víst.

(Alveg ótrúlegt að sjá fullorðið fólk tala með svo óábyrgum hætti og það gengur alveg fram af manni þegar valdamesta klíka landsins talar í utanríkismálum líkt og þeir væru 5 ára.  Það er ekki nema von að allt sé meira eða minna í rúst eftir þá framsjallanna.  Þvílíka ástandið hérna.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.12.2015 kl. 14:29

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gunnar Bragi gekk í björg þegar dyr utanríkisráðuneytisins opnuðust fyrir honum.

Ragnhildur Kolka, 23.12.2015 kl. 14:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Digurbarkinn Ómar virðist harla ánægður með rústaframmara utanviðs.Get þess vegna vel hermt þessa upphrópun hans "Þvílíkt ástand hérna".)

Helga Kristjánsdóttir, 23.12.2015 kl. 16:22

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hm? Svo Framsóknarmenn eru byrjaðir að falla í ónáð hjá, Páli. Samfylkingin brást honum, Sjálfstæðisflokkurinn brást honum og núna bregst Framsókn honum. Et tu, Framsókn!

Wilhelm Emilsson, 23.12.2015 kl. 18:55

5 Smámynd: Elle_

Ómar, þó ESB vilji innlima Ísland þýðir það ekki að Rússland vilji það.  En frekar vildi ég það en vera undir hælnum á nýlenduveldunum sem ráða ekki við eitt eða neitt.       

Elle_, 23.12.2015 kl. 20:22

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Zhirinovsky vildi breyta Íslandi í fanganýlendu, Elle.

Wilhelm Emilsson, 23.12.2015 kl. 20:42

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef aldrei heyrt um að viðskiptabann hafi hjálpað nokkrum. Síst af öllu hjálpa viðskiptaþvinganir/viðskiptabönn fátækum almenningi í þeim ríkjum sem eru beitt viðskiptaþvingunum.

Eru Íslandsbúar virkilega búnir að gleyma hvernig viðskiptabann var notað til að fullkomna stærsta bankarán sögunnar, á Íslandi árið 2008?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.12.2015 kl. 21:50

8 Smámynd: Elle_

Rússland er okkar sterkasti bandamaður gegn ISIS og nú verður endilega að gera Rússland fátækara.  Og Ísland með.  Það var ekki viturlegt.

Elle_, 23.12.2015 kl. 22:04

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elle. Viturlegt? Það er alls ekki mannúðlegt né siðferðislega réttlætanlegt gagnvart almenningi í ríkjum heims, að setja viðskiptabann/viðskiptaþvinganir á þann almenning.

Þannig þvinganir bitna alltaf mest og verst á þeim sem minnst mega sín, sama hvar er í heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.12.2015 kl. 22:30

10 Smámynd: Elle_

Nei það var ekki mannúðlegt.  Rangt og vitlaust.  Fjöldi manns vill ekki þessar þvinganir á Rússland, burtséð frá hvort Rússar eru bandamenn okkar eða ekki.

Elle_, 23.12.2015 kl. 22:39

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Viðskiptabönn/viðskiptaþvinganir skapa örbirgð, fátækt og örorku. Sama hvar er í heiminum.

Fyrir hverja eru þvinganirnar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.12.2015 kl. 00:13

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ótrúlegt að sjá þá sem kalla sig á hátíðisdögum íslendinga segja bara si sona að þeir vildu alveg eins innlimun Íslands í Rússland!   Þetta er alveg ótrúlegt, - en satt virðist vera.

Að öðru leiti, varndi samskipti Íslands útávið, þá gagnast það landinu og þjóðinni í heild lang, lang best að taka þátt í samstarfi okkar helstu nágranna-, frænd,- og vinaþjóða.  

Ísland getur ekkert hætt bara si sona því samstarfi sem sjallar höfðu forgöngu um að koma á eftir seinna stríð gagnvart umheiminum.

Mér finnst að SFS eða talsmenn þess verði að skýra betur hvað nákvæmlega þeir ætlast til.

Eins og þetta kemur frá þeim virkar það alveg ótrúlega fáránlega og einstrengingslega.  Þar vantar alveg að breiða perspektífið sé tekið.  Þar er horft á þröngt atriði, gróða þeirra, en horft framhjá utanríkispólitík Íslands í heild og samhengi frá lýðveldisstofnun.  Þeir vilja að landið breiti þeirri stefnu bara rétt si sona af því þeim langar til þess!  Barnalegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.12.2015 kl. 00:19

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar Bjarki. Það er eitthvað athugavert við að samskipti við frænd/vinaþjóðir byggist á einhverju frænd/kærleikssviptu og vinalausu viðskipta-þvingunar-samfélagi.

Hverjar eru þá raunverulegu vinarþjóðirnar í hörðum og óvægnum fjármálakerfis-blekkingar-eftirlits(skorts)kerfis-heiminum?

Vinaþjóðir?

Með banka/lífeyrisfjárglæfra-stofnanir sem ákveða leyfða "vináttu" hverju sinni?

Hverslags vitleysa er þetta eiginlega Ómar Bjarki minn?

Ég bara spyr sjálfa mig, þig, og alla aðra, sem telja sig vera með einhverjar  skýringar sem samræmast þvinguðum hótunar-stjórnsýslu-rétttrúnaði "vinaþjóða" í hörðum heimi viðskiptanna?

Mér er þetta svokallaða vináttu-stjórnsýslusvið heimsins alveg óskiljanlegt, eða svona næstum því. Alla vega þangað til einhverjum tekst að kenna mér eitthvað sannara og betra en það sem ég skil núna. En það er víst erfitt að kenna gömlum hundi að hlýða, og ég er gamall óhlýðinn hundur. En það er aldrei of seint að reyna að læra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.12.2015 kl. 01:40

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Barnalegt Ómar? .....af því (þeim)-þá langar til þess.

Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2015 kl. 05:43

15 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ef horft er á þetta út frá þröngum viðskiptahagsmunum íslendinga, þá þarf fólk að vera algerlega skilingslaust, til þess að sjá ekki, hversu margfallt meiri hagsmunir liggja í heildarviðskiptum okkar við ESB og BNA heldur en Rússland. Það er nú mjög langsótt af síðuhöfundi, að benda á hvað gerðist 1952 af hendi Sovétríkjana til Íslands, til þess að réttlæta skoðun sína. Þá í upphafi kalda stríðsins, Sovétríkin þá, allt annað en Rússland er í dag. Ef mig mynnir rétt, þá voru þessi viðskipti nær eingöngu vöruskipti, þeir fengu fisk, íslendingar Volgur, Lödur og olíu m.a. Annars Gleðileg Jólsmile 

Jónas Ómar Snorrason, 24.12.2015 kl. 08:04

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hugsa með skelfingu til fátæks almennings í Rússlandi og víðar, sem verður látinn líða fyrir pólitísku valdaníðsluhótanir og kúgunarbönnin. Skelfilega virka þessi þvingunarbönn út um alla jörðina.

Alveg eins og valdatökustríð heimsins hafa alla tíð bitnað verst á þeim varnarlausustu og fátækustu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.12.2015 kl. 16:15

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mestu mistök Framsóknarmanna eru að  hafa hleypt Gunnari Braga í utanríkisráðuneytið.Hann blekkti alla.Líka mig.Skárst er að reka hann strax.

Sigurgeir Jónsson, 24.12.2015 kl. 16:31

18 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hversu margir, sem hér að ofan mæla, hafa komið til Rússlands, fyrir og eftir viðskiptabann?

Halldór Egill Guðnason, 26.12.2015 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband