Valdamiðstöðvar, þingmenn og uppreisn almennings

Þingmenn hér áður komu gjarnan úr viðurkenndum valdamiðstöðvum í samfélaginu, s.s. verkalýðshreyfingu, hagsmunasamtökum af ýmsu tagi, sveitastjórnum og tilteknum atvinnugreinum.

Stjórnmálaflokkar, sem voru valdamiðstöðvar á eigin forsendum, gátu búið til framboðslista í því skyni að höfða til sem breiðasta hóps kjósenda.

Opin prófkjör stjórnmálaflokka breyttu vali á frambjóðendum. Peningar, saumaklúbbar og íþróttafélög fengu meira vægi en áður.

Við hrunið fengu bæði sitjandi þingmenn, starfandi stjórnmálaflokkar og þekktar valdamiðstöðvar slæmt orð á sig.

Almenningur gerði uppreisn, kaus Jón Gnarr í Reykjavík og veitir Pírötum brautargengi í skoðanakönnunum.

Uppreisn almennings er hvorki langvinn né róttæk. Jón Gnarr fékk stuðning í eitt kjörtímabil og Píratar fá ekki skoðanakönnunarfylgi í kosningum.

Uppreisn almennings beinist gegn stjórnmálakerfi sem virðist ekki virka. Það er sitjandi þingmanna, einkum stjórnarþingmanna, að sýna fram á að kerfið virki.

 


mbl.is Mikið af lélegum þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Verkalýðsforkólfar eiga ekki að sitja á Alþingi. Þegar flokkar þeirra sitja í ríkisstjórn eru þeir auðsveipir og þægir en í stjórnarandstöðu stunda þeir populisma og skemmdarstarfemi

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2015 kl. 13:11

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Reyndar er það verkalýðshreyfingunni til vansa að hún er "eign" stjórnmálaflokka sem nota hana til pólitískrar baráttu en ekki til baráttu fyrir hagsmunum félaga hreyfingarinnar og ætti það að vera fyrsta verk okkar félaganna í hreyfingunni að losa okkur við fólkið sem er meðlimir í stjórmálaflokkum úr stjórnum félaganna.

Einar Þór Strand, 20.12.2015 kl. 13:43

3 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Já Páll tímarnir hafa breyst og nú er venkulegt fólk talið með þjóðinni en ekki eins og áður þegar aðeins höfðingjarnir einir skiptu máli. Ég er ekki hissa þó steinaldarmenn eins og þú saknir þessara gömlu tíma

Guðmundur Ingólfsson, 20.12.2015 kl. 18:28

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er ekki hægt að segja að á þingi núna sitji venjulegt fólk.

Einar Þór Strand, 20.12.2015 kl. 18:35

5 Smámynd: Elle_

Alveg sammála Páli Magnússyni.  En Guðmundur, það er ekkert varið í eða vit í byltingu.  Staðfesta og stöðugleiki eru best og ekki slakt að vera steinaldarmaður.    

Elle_, 20.12.2015 kl. 21:28

6 Smámynd: Elle_

Fyrrum útvarpsstjóri var oft ranglega stimplaður og sagður vera ESB-sinni þó hann væri það ekki og mætti koma fram. 

Elle_, 20.12.2015 kl. 21:39

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Þingmenn eru of margir.  Góður verkstjóri veit að of margir tefja verkið með fjasi og fíflagangi af því að þeir hafa ekki nóg að gera.

 Þess vegna á að fækka þingmönnum þar til þeir fara að sinna skildum sínum af samviskusemi og ekki bara nokkrir heldur allir.

Án tillits til fjölda flokka í kosningum þá á ekki að leifa fleiri en þrjá til setu á Alþingi.  

Hrólfur Þ Hraundal, 20.12.2015 kl. 21:46

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við höfum oft rætt það að fækka þingmönnum,það má svo líka skoða alla embættismenn og aðstoðarmenn þeirra og umboðsmenn t.d. skuldara og Alþingis ofl.,sem oft er lýst sem manneskjum lítilla afreka.--Mjög margir telja að það þurfi að efla iðnmenntun,en það er eins og allir stefni í háskólagráður til að hreppa þægilega innivinnu. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2015 kl. 23:43

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég veit ekki hvort það er snjallt fyrir ærlega fara í iðnmenntun til að borga í lífeyrissjóð í áratugi og fá svo svipað og maður sem unnið hefur svart alla sína starfsæfi  og þar með aldrei greitt í lífeyrissjóð.  Það eina sem einhver glóra er í er að vinna hjá ríkinu eða fjármála fyrirtækjum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 21.12.2015 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband