Góða fólkið tekur móðursýkiskast

Albanía er ekki stríðshrjáð land og svokallaðir flóttamenn þaðan eru í leit að betri lífskjörum en ekki á flótta undan ofsóknum eða öðrum hörmungum.

Móðursýkiskast góða fólksins á samfélagsmiðlum vegna albönsku ,,flóttamannanna" er í besta falli grábroslegt - í ljósi þess að sama góða fólkið segir heilbrigðiskerfið á Íslandi ónýtt. Meginrök góða fólksins eru að albanirnir þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda.

Góða fólkið heldur ekki lágmarkssamkvæmni í málflutningi sínum - enda móðursýkiskast sjaldnast sneisafullt af dómgreind.


mbl.is „Óvægin“ og „röng“ umfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

...og vonda fólkið runkar sér yfir örlögum fjöskyldunnar.

Jón Ragnarsson, 10.12.2015 kl. 13:45

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það hefur komið fram í fréttum að albanska fólkið bað sjálft um flutning aftur heim.  Við vitum ekki ástæðuna, en tvennt kemur til greina. 
Að þar sem fólkið bað um hælisvernd en ekki landvistarleyfi og hefði aðeins getað fengið hið síðara og ekki talið það svara kostnaði.
Líklegra er þó að veðurfarið á landinu hafi fælt þau frá.

Kolbrún Hilmars, 10.12.2015 kl. 14:31

3 identicon

Þau voru þvinguð til að óska eftir flutningi. Maðurinn var sviptur atvinnuleyfi og veika barnið svipt læknisþjónustu. Það er ástæðan og ekkert annað.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 15:11

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fá hælisleitendur atvinnuleyfi?  Eða var maðurinn að vinna leyfislaust?
Hælisleitendur eiga rétt á ókeypis læknisþjónustu og húsnæði á kostnað ríkisins.  Ekki dvalarleyfisumsækjendur - ekki frekar en íslendingar sem flytja heim eftir búsetu erlendis.
Ef til vill er réttast að aflétta þagnarskyldu af þessum málum svo við fáum réttar upplýsingar.

Kolbrún Hilmars, 10.12.2015 kl. 15:23

5 identicon

Hann var með atvinnuleyfi til 15. nóv. Hjónin hefðu þurft að borga svimandi upphæðir fyrir heilbrigðisþjónustu. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 16:33

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Ég held að flestu góðu fólki renni til rifja þegar börn verða fyrir barðinu á kerfi sem lætur sig engu varða hvort þau fái viðunandi læknisþjónustu, hvort sem það er á Íslandi, Alabaníu, Bandaríkunum eða einhversstaðar annarsstaðar.  Mér finnst það vera kjarni málsins.  Þú mátt alveg nota "gott fólk" sem skammaryrði, en það er orðin einhver undarleg lenska hjá íslenskum bloggurum, sem eru of vitlaustir til að átta sig á því hvaða stimpil þeir setja á sjálfa sig með þessari vitleysu.  Svipað og þegar repúblikanar saka demókrata um að vera "intellectuals" og nota það sem háðslegt skammaryrði án þess að gera sér neina grein fyrir því hvað það þýðir;)

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 10.12.2015 kl. 16:35

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Svimandi upphæðir fyrir heilbrigðisþjónustu" skýrir málið svolítið.

En hvernig stendur þá á því að vinnuveitandinn kom af fjöllum þegar faðirinn var kallaður til eftirlits hjá útlendingastofnun?  Vissi sá ekki að hann var með hælisleitanda i vinnu?

Kolbrún Hilmars, 10.12.2015 kl. 16:50

8 Smámynd: halkatla

Og vonda fólkið mun rotna í helvíti og það er þó smá bót í máli.

halkatla, 10.12.2015 kl. 22:59

9 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þAÐ ER SÁRARA EN TÁRUM TAKI ÞEGAR BÖRN FÁ EKKI LÆKNISÞJÓNUSTU- OG MER FINNST HÆPIÐ AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ HAFI VERIÐ BEÐIÐ UM HANA HAFI HÚN EKKI VERIÐ VEITT.

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.12.2015 kl. 23:42

10 Smámynd: Jón Bjarni

Já, það er nú meiri móðursýkin að hafa eitthvað við það að athuga að veikt þriggja ára barn sé sent úr landi þangað sem það fær ekki fullnægjandi læknisþjónustu. 

Þú ert flottur Páll

Jón Bjarni, 11.12.2015 kl. 09:04

11 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta hugtak "góða fólkið" er skemmtilegt - þegar það poppaði upp af einhverju marki fyrir nokkrum árum þá var það notað sem háðsyrði yfir vont fólk sem hélt að það væri að vera gott. Það er í raun stórkostlegt að í dag skuli fólkið sem var uppnefnt sem þessum hætti vera farið að nota það á annað fólk, og er í raun eina fólkið sem það gerir. 

Jón Bjarni, 11.12.2015 kl. 09:09

12 Smámynd: Elle_

Veit ekki alveg hvað lætur fólk halda að litli strákurinn fái ekki læknishjálp þaðan sem faðirinn kom með hann.  Þar er ekki stríð.  Þar eru læknar og spítalar.  Þið er líka ekki bannað að almenningur eða þið hjálpið honum en 4 að ofan eru í að gera alla hina voða vonda með opinberu skítkasti. 

Elle_, 11.12.2015 kl. 18:58

13 Smámynd: Elle_

Og hvar kom fram að drengnum hafi verið neitað um læknisþjónustu?  Finnst erfitt að trúa að voða vonda fólkið hafi neitað veikri manneskju um læknisþjónustu.  Held það megi ekki.  Var það ekki þannig að faðirinn eða foreldrarnir gátu bara ekki fengið ókeypis læknisþjónustu fyrir hann?

Elle_, 12.12.2015 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband