ESB: stórt skotmark með lítið vald

Evrópusambandið misnotar það tiltölulega litla vald sem það hefur til að skipta sér af smámálum með reglugerðum um vinnutíma fólks og ljósaperur. Í stórum málum, flóttamannavandanum og efnahagsmálum, er ESB ráðþrota.

Almenningur í ESB-ríkjum mun ekki berjast fyrir tilvist sambandsins. Í besta falli lítur almenningur á ESB í nauðsynleg leiðindi. Þegar nauðsynina þrýtur eru leiðindin ein eftir.

Pólitísk öfl andstæð ESB eru í sókn víðast í Evrópu. Stór kerfi sambandsins, Schengen og evran, virka ekki undir álagi. Stórveldisdagar Evrópusambandsins eru liðnir.


mbl.is Hætta á að ESB liðist í sundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég myndi nú ekki telja það hættulegt þó að Evrópusambandið liðaðist í sundur. En auðvita kemur það til með að valda ýmsum vandræðum og af þeirri ástæðu ekki tilhlökkunar efni, en því fyrr því betra. 

Sagt er að frestur sé á illu bestur, en það á ekki við í þessu sambandi vegna þess að það er Evrópusambandið sem er illt en ekki eyðing þess. Þess vegna er illu best aflokið.   

Hrólfur Þ Hraundal, 9.12.2015 kl. 09:00

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þessi vesalings maður, forseti Evrópuþingsins sér fram á stórfellt tap Evrópskra jakkafata manna og skrautkerlinga missi þeir Evrópusambandið.

Aðeins það og ekkert annað heldur lífi í blóðsugum Evrópusambandsins.

Sannast hefur að Evrópusambandið ræður ekki við neitt nema smáríki innan sinna vébanda.

Sannast hefur að Evrópusambandið smíðar ekkert gagnlegt sem hægt er að selja og er því afæta á þeim þjóðum sem höfðu svo heimska forustumen að  þeir létu plata sig þar inn. 

Hrólfur Þ Hraundal, 9.12.2015 kl. 09:14

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll

Efnahagsbandalagið og Stál og kolabandalagið byggðust á góðum og gagnlegum hugmyndum sem vissulega gerðu gagn. Meðan tímanum tók við embættismannaveldi sem líkist Sovétríkjunum sálugu í allt of mörgu. Svo fór að einhverjir sem lesið höfðu Veröld sem var sér til óbóta fengu að skrifa nýjar grundvallarreglur í tilraunaskyni. Sú tilraun hefur verið reynd í fullum skala með afleiðingum sem allir þekkja.

Menn á borð við Bensa og Steina sem berja hausnum við geta bara ekki viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér, því miður.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 9.12.2015 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband