Veraldleg síðnýlenda í mið-austurlöndum

Rússneska farþegaþotan, sem fórst yfir Egyptalandi, hryðjuverkin í París, landvinningar Ríkis íslam í Sýrlandi og Írak auk straums flóttamanna frá mið-austurlöndum til Evrópu skapa kjöraðstæður fyrir samvinnu Bandaríkjanna, Evrópu og Rússlands.

Lausnin er að beita sameiginlegum styrk til að skapa kjölfestu í þessum heimshluta. Fyrir eru tvö öflug trúarríki, Sádi-Arabía með súnní-múslíma og Íran með shía-múslíma. Til að halda jafnvægi í heimshlutanum þarf að stokka upp Sýrland og Írak, þ.e. minnka þau, og búa til tvö ný ríki, annað fyrir Kúrda og hitt veraldlegt ríki í skjóli herveldanna.

Veraldlega nýlendan verður þarna til að kenna múslímum að höndla ferðalagið frá miðöldum til nútíma.

Líklega tekur um áratug að koma þessu í kring. Á meðan verða nokkur vandræði enn af herskáum múslímum.


mbl.is Senda sérsveit til Íraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband