Fimm brotnir unglingar

Ríkissaksóknari ákærði fimm unga menn á aldrinum 17 til 19 ára fyrir nauðgun með þessum rökum

,,Embættið hafi talið rétt og eðlilegt að málið færi fyrir dómstóla og að þeir tækju af skarið varðandi sönnunarmatið.'

Unglingarnir voru settir í gæsluvarðhald líkt og harðsvíraðir glæpamenn. Fjölskipaður héraðsdómur sýknaði unglingana. Þó er búið að refsa. Í frétt RÚV segir

Í dóminum kemur fram að piltarnir hafi átt erfitt uppdráttar frá því málið var kært. Þeir hafi orðið fyrir áreitni, fengið hótanir og hræðst að fara úr húsi. Tveir þeirra fluttust af landi brott vegna þessa. Þá hafi einn þeirra flosnað upp úr skóla og tveir misstu vinnuna. Málið vakti mikla athygli og voru nöfn piltanna birt á samfélagsmiðlum.

Er það sérstakt markmið ríkissaksóknara að eyðileggja líf unglinga? Mun enginn axla ábyrgð á tilhæfulausum ákærum?


mbl.is Sýknaðir af hópnauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt greining hjá þ´´er kæri Páll sem jafnan !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.11.2015 kl. 19:24

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Einn mannanna var dæmdur fyrir að taka upp atvikið. Menn eru ákærðir. Sumir er sakfelldir, aðrir eru sýknaðir. 

Wilhelm Emilsson, 20.11.2015 kl. 20:31

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Wilhelm

Þú hlýtur að muna að það var farið offari í þessu máli eins og svo oft hér á landi því miður.

Það sannaðist einungis lögbrot á einn þeirra, það er þann sem tók kynsvallið upp á símann sinn og dreifði því án samþykkis hlutaðeigandi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.11.2015 kl. 00:25

4 identicon

Athyglisvert að þú minnist ekkert á myndbandið. Það var augljóslega brotið á þessari stúlku þó ekki væri nema fyrir myndbandið. Stelpan var 16 ára þegar þetta átti sér stað en Páll hefur enga samúð með henni bara strákunum sem riðu henni. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 01:40

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður H

Það var raunverulega brotið á þeim öllum með myndbandinu, ekki bara stúlkunni. Þú hefur ekki kynnt þér málið - slærð um þig með sleggjudómum eins og títt er í svona málum.

Stúlkan var viljug í þessu kynsvalli, það leiddi rannsókn löggæslunnar og réttarins í ljós. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.11.2015 kl. 03:54

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Lestu bréfið frá móðurinni . Ég er á því að um mistök dómaranna hafi verið um að ræða. En ég ætla nú ekkert að vera með neina " sleggjudóma" .

Jósef Smári Ásmundsson, 21.11.2015 kl. 08:01

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

J'osef Smári

Ég hef lesið gildishlaðið bréf móðurinnar. Hún er ekki beint hlutlæg. Sem fyrr verður að benda á að vittnaleiðslur sem og rannsókn löggæslunnar gefur þessa niðurstöðu fyrir dómi. Þar er meðal annars og ekki hvað síst stuðst við frásagnir vinkvenna stúlkunnar um það hvernig hún sagði frá þessu kynsvalli. Myndbandið talar einnig sínu máli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.11.2015 kl. 09:52

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Í þessu máli eru augljós tvö mistök. Í fyrsta lagi: Samræði fullorðinna við einstakling undir lögaldri er bannaður samkvæmt lögum. Í þessu máli voru gerendur á aldrinum 18-21 árs en stúlkan 16." hefur óflekkað mannorð, svo sem áskilið er til kjörgengis við kosningar til Alþingis" Ofangreind klausa er úr "lögum  um lögmenn " og er um það ákvæði hverjir hafa rétt til lögmennsku. Andri Sveinn lögmaður sakborninga hefur gerst sekur um samræði við stúlku undir lögaldri eins og DNA sýni hefur nýlega sannað. Þar af leiðandi ætti hann ekki að hafa lengur rétt til lögmennsku. Ég hef ekki séð þetta myndband Prédikari. Hefur þú séð það? Samkvæmt lýsingum af því sem ég hef heyrt lýsir það ekki kynsvalli heldur nauðgun. Þetta er væntanlega ekki endanlegur dómur þar sem síðara dómstigið er eftir svo eigum við ekki bara að bíða eftir því?

Jósef Smári Ásmundsson, 21.11.2015 kl. 11:38

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver bar ábyrgð á að birta myndbandið?

Hvað segir myndband?

Hvernig er hægt að dópa unglinga til að misnota þá?

Hver ber ábyrgð á öllu ólöglega dópinu á Íslandi, sem kemur flestum á sakaskrá án þess að toppar fyrstu-skammta-gjafa-sölumennskunnar þurfi að taka ábyrgð á sínum sturluðu græðgi/siðblindugjörðum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.11.2015 kl. 12:01

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári 

Í hegningarlögum segir :

Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.“

Af þessum sökum er aldur samþykktra kynmaka í lagi í tilfelli þessa máls. Síðan tekur dómurinn tillit til vitnisdburða vinkvenna stúlkunnar og skoðar myndupptökuna af verknaðinum og niðurstaða dómsins er að þessu öllu samanlögðu að ekki hafi verið um nauðgun að ræða.
Við verðum að treysta þrískipuðum dómstólnum í þessu sem öðrum málum þegar við búum í réttarríki ekki satt ? Myndir þú ekki líta á þig sem saklausan mann ef um sjálfan þig væri að ræða í dómsmáli og dómurinn sýknaði þig ? 
Miðað við bréf móðurinnar sem þú vísar í þá er ljóst að málinu verður áfrýjað, nema saksóknari telji sig ekki fara frægðarför til hæstaréttar vegna málsatvika og sönnunarbyrðar. Þú verður að mumna að í hæstarétti taka aðrir 3 dómarar við malinu sem og var í héraðsdómi. Þessir 3 verða að dæma eftir lögum sem og að leggja sömu rannsókn og vitnaleiðslur til grundvallar dómi sínum og rökstyðja hann með vísan í sömu lög og um ræðir í héraðsdómi. Þeir geta ekkné mega dæma að geðþótta sínum eða almannarómi hrópupum á götuhornum þar sem menn eru hegndir án dóms og laga. Það er dómstóll göturæsisins og við gerum kröfu til dómstóla landsins, héraðsddóma sem hæstaréttar að þeir dæmi að lögum ekki satt ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.11.2015 kl. 12:57

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"3. gr.

    201. gr. laganna orðast svo: 
    Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn á aldrinum 15, 16 eða 17 ára sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða barn sem er tengt honum þannig fjölskylduböndum í beinan legg, eða barn sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 12 árum. 
    Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 4 árum." Þannig að þetta er rétt hjá þér.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.11.2015 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband