Múslímtrú er uppspretta Ríkis íslam

Múslímsk trú fóstrar öfgar sem birtist í Ríki íslam og annarra hryðjuverkahópa sömu ættar. Trúfrelsi er einn horsteina vestrænnar menningar. Vestræn vörn gegn trúarhryðjuverkum getur tæplega verið að banna múslímatrú án þess að tapa um leið vestrænum gildum.

Afleiðingar af hryðjuverkunum í París verða í bráð tvíþættar. Í fyrsta lagi verður forgangur vestrænna ríkja að takmarka útbreiðslu trúarmenningar múslíma. Áhrifin á afstöðu til viðtöku flóttamanna frá ríkjum múslíma verða djúptæk og varanleg.

Í öðru lagi verður stóraukin áhersla á að uppræta vígahreiður múslíma í mið-austurlöndum.

Stríðsástand milli vestrænnar menningar og múslímamenningar verður í gildi þangað til múslímar veraldarvæðast. Trúarmenning breyst hægt og tekur nokkrar kynslóðir.


mbl.is Ríki íslam lýsir yfir ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Vissulega eru meðlimir þessara samtaka múslimar en orsökin er nú flestum augljóst.  Orsökin er að sjálfsögðu inngrip vesturlanda í átök í miðausturlöndum. Innrásin í Írak setti þetta svæði í algjört kaos, raskaði öllu jafnvægi þar og í löndunum í kring.  Írak er ónýtt í kjölfarið.  Afskipti af stríðinu í Sýrlandi er svo önnur ástæða.  Vesturlönd eru að ráðast á tiltekna hópa þar, m.a. ríki íslams og svo eru menn voðalega hissa á því að þeir svari fyrir sig. ..Ef þú skiptir þér af einhverju sem þér kemur ekki við þá hefur það oft afleiðingar. Ríki islams eru morðóð öfgasamtök en hafa ber í huga að 99,9% fórnarlamba samtakanna eru múslimar.

Óskar, 14.11.2015 kl. 12:47

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskart 

Þú opinberar í stuttu máli mjög umfangsmikla fáfræði á þessu.

Manstu eftir ástæðum þess að múslimar lögðu undir sig með niklu blóðbaði drjúgan hluta hins þekkta heim sitt hvorum megin við miðaldir og framundir nýrri tíma ?

Þar sem viðkvæðið er að krossferðir hafi átt sér stað þá legg ég hér ræðslu um hversu fráleit sú umræða er jafnan í samanburði :
.


Stutt myndband um krossferðir vs. Jihad

https://www.youtube.com/watch?v=I_To-cV94Bo

Lengri útgáfa með fyrirlestri :

https://www.youtube.com/watch?v=SO5_QQVYlpA&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

Fundamentalism and out-group hostility:

http://www.wzb.eu/sites/default/files/u6/koopmans_englisch_ed.pdf

Nánari greining.

Religious fundamentalism and out-group hostility among Muslims and Christians in Western Europe :

http://www.wzb.eu/sites/default/files/u8/ruud_koopmans_religious_fundamentalism_and_out-group_hostility_among_muslims_and_christian.pdf

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2015 kl. 12:55

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegt hjá vinstri manninum Óskari að segja "orsök" þessara hryllilegu fjöldamorða á saklausu fólki "að sjálfsögðu inngrip vesturlanda í átök í miðausturlöndum". 

Ef þetta er hans aðferð til að lýsa yfir ábyrgð, lýsi ég hann ruglukoll.

Svo mælist hann gegn því, að Vesturlönd aðstoði Sýrlendinga við að berjast gegn Ríki islams!

Jón Valur Jensson, 14.11.2015 kl. 12:55

4 Smámynd: Óskar

prédikari, það hafa nu fleiri en múslimar reynt að leggja undir sig heiminn og það töluvert nær í okkar tímum eða hverjir stóðu að báðum heimsstyrjöldunum og í hvaða tilgangi?

Jón Valur maður nennir nú varla að eltast við bullið í þér, engum rökum svarað bara bull.  Þeir sem sjá ekki og skilja afleiðingar árása Bush og hans glæpalýðs á Írak hafa enga burði til að tjá sig um það sem er þarna að gerast.  

Óskar, 14.11.2015 kl. 13:05

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskar

Hárrétt hjá þér að fleiri hafi komið að máli, en það er hverfandi hvað grimmd varðar og blóðsúthellingar sem og hvað mannfall varðar. Skoðaðu nú þér til fróðleiks styttri útgáfuna af jihad samanburðinum, sem vonandi verður til að þú skoðir þetta allt þér til upplýsingar.

Ég tek undir greinargóðan pistil Páls að vanda sem og að gott innlergg Jóns Vals.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2015 kl. 13:10

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glæpalýðurinn í Írak er nú fyrst og fremst öfgamenn meðal helztu trúflokka múslima (súnníta og sjíta), auk aðkominna al-Qaída-manna, sem hafa verið á fullu við að drepa þar aðra múslima í mannskæðum hryðjuverkum, sem sum hver (sum einstök þeirra) ná fórnarlambatölunni í París í gærkvöldi, en samanlagt nema fórnarlömb þeirra um eða yfir 100.000 manns.

Innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra 2003 kostaði hins vegar um 6.000 manns lífið. Vel má þó vera, að hún hafi verið illa ráðin mistök, en það mannfall var þó lítið miðað við fyrri stríð Íraka og samanlagðar útrýmingarherferðir Saddams gegn eigin borgurum (Kúrdum, sjítum í Suður-Írak og öðrum borgurum, m.a. mótmælakonum).

Í innrás fjölþjóðahersins í Afganistan haustið 2001 til að hafa hendur í hári al-Qaídamanna og bandamanna þeirra féllu hins vegar talsvert innan við 1000 manns. En öfgaislamistarnir sjá svo jafnan um framhaldið: endalaus fjöldamorð og þá fyrst og fremst á eigin landsmönnum.

Jón Valur Jensson, 14.11.2015 kl. 13:22

7 Smámynd: Óskar

prédikari held þú ættir að upgreida aðeins söguþekkinguna. Síðari heimsstyrjöldin er mannskæðasta styrjöld allra tíma. Ég hélt nú eiginlega að allir vissu þetta.

Jón Valur það má vera rétt að innrásin sjálf kostaði "aðeins" 6000 mannslíf en afleiðingarnar hafa verið miklu alvarlegri og náð langt út fyrir landamæri Íraks.  Þetta var árásarstríð  háð í þeim eina tilgangi að stela auðlyndum Íraks, allt annað er yfirskin.  Það eru ótal einræðisherrar í veröldinni sem enginn reynir að koma frá vegna þess að þar er ekki olía.  Írak er ónýtt land, rústir einar eftir þessa innrás og þannig er skapaður jarðvegur fyrir öfgasamtök.  Afskipti af stríðinu í Sýrlandi eru líka illa ígrunduð og marklaus.  Fyrst vopna vesturlönd öll stjórnarandstöðusamtök, já þar á meðal Isis og halda svo að það hafi ekki afleiðingar þegar menn dreyfa vopnum út og suður.

Óskar, 14.11.2015 kl. 13:35

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskar

þú berð höfðinu við steininn afram með útúrsnúningum í stað þess að skoða hvað er rætt hér

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2015 kl. 13:37

9 Smámynd: Hörður Þormar

Egyptinn Hamed Abdel-Samad er alinn upp í islam og lærði Kóraninn utanbókar í æsku. Á fésbók hans frá 14. jan. síðastl. má sjá pistil um Múhameð spámann. Hér er brot úr honum í lauslegri þýðingu: "Spámaðurinn sá lík af konu fyrir framan mosku sína. Hann spurði tilbiðjendur hver hefði drepið þessa konu. Blindur maður stóð upp og sagði, ég! Hún er ambátt mín og með henni á ég tvö börn, þau eru perlur. En í gær niðurlægði hún þig, spámann drottins. Ég skipaði henni að fara ekki með fleiri skammaryrði um þig, en hún endurtók það sem hún hafði sagt. Ég gat ekki afborið það og tók hana af lífi. Múhameð sagði, með réttu var blóði þessarar konu úthellt". Abdel-Samad bætir við: "Það hræðilegasta við þessa frásögn er ekki grimmdin gagnvart konunni heldur það að hverjum og einum er gefið leyfi til kveða upp dauðadóm og framkvæma hann eftir sínu höfði".      Þarna liggja ræturnar að grimmdarverkunum í nafni Islam. Þeir sem halda öðru fram fara villir vega.

Hörður Þormar, 14.11.2015 kl. 14:49

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt, Hörður.

En Óskar hefur svarað mér, m.a. með ósönnuðum eigin forsendum sínum, eða hvar er sönnun hans fyrir eftirfarandi fullyrðingum? (ég feitletra þær sem honum láðist alveg að sanna):

"Þetta var árásarstríð  háð í þeim eina tilgangi að stela auðlindum Íraks, allt annað er yfirskin.  Það eru ótal einræðisherrar í veröldinni sem enginn reynir að koma frá vegna þess að þar er ekki olía.  Írak er ónýtt land, rústir einar eftir þessa innrás og þannig er skapaður jarðvegur fyrir öfgasamtök."

Ég er hins vegar sammála Óskari um afskiptin af borgarastríðinu í Sýrlandi.

Jón Valur Jensson, 14.11.2015 kl. 15:11

11 Smámynd: Borgþór Jónsson

Jón Valur,æg held ég verði að leiðrétta þig.

Þessi ólöglega og ásæðulausa innrás í Írak kostaði ekki 6000 mannslíf.

Innrásarherirnir misstu ca. 4700 hermenn í átökunum og mannfall Íraka var 600.000 til milljón ,eftir því hver telur. Þar í eru bæði hermenn og óbreittir borgarar

Ofan á þetta leggst svo fólk sem lést í innanlandsátökum eftir innrásina,þeir sem dóu úr hungri og þeir sem fórust vegna ósprunginna sprengna.

Einnig eru ótaldir þeir sem eru að deyja í móðurkviði eða fæðast vanskapaðir vegna notkunar á auðguðu úrani í vopnum bandaríkjamanna og breta.

Borgþór Jónsson, 14.11.2015 kl. 16:16

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú lýgur þessu, Borgþór, eins og þú er langur eða stuttur til.

Átökin í innrásinni sjálfri, þangað til her Saddams gast upp, kostaði um 6.000 manns lífið. Síðar áttu fleiri hermenn friðargæzluliðsins vissulega eftir að falla í árásum islamista, en þessi "600.000 til milljón" (þar í taldir dánir úr sjúkdómum o.fl.) er lygatala og þar að auki nær öll fórnarlömbin meðal Íraka drepin af múslimum sjálfum.

Jón Valur Jensson, 14.11.2015 kl. 16:42

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

... þangað til her Saddams gafst upp ...

Jón Valur Jensson, 14.11.2015 kl. 17:03

14 Smámynd: Borgþór Jónsson

Jón Valur

Það eru nokkrir aðilar sem hafa reynt að áætla þett,en enginn veit í raun nákvæma tölu á þessu.

PLOS medicen survey, sem ég veit reyndar ekki hvað er, er hógværast og talar um 500.000 manna heildarmannfall.

.

Lancet ,sem er virt "global" læknablað kannaði þetta og þeir tala um 601.027 í stríðinu sjálfu og 53.932 eftir stríðið.

ORB international sem er fyrirtæki í Londaon sem gerir kannanir talar um 1.033.000 sem heildartölu fallinna ,bæði í stríðinu og eftirmálum stríðsins.

Þetta eru mínar heimildir,hverjar eru þínar

.

Borgþór Jónsson, 14.11.2015 kl. 17:11

15 Smámynd: Jón Bjarni

Þúi ert ekki í alvöru að halda því fram JVJ að Íraksstríðið síðara hafi bara kostað 6000 mannslíf? Hvaða heimildir hefur þu fyrir því?

Jón Bjarni, 14.11.2015 kl. 18:22

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú bætir ekkert úr skák fyrir þér, Borgþór, mð því að koma með aðrar skáldaðar tölur. Fyrir allmörgum árum vissi ég, að hin ýtarlega vefsíða Iraqui Body Count var komin upp í um 130 eða 136 þúsund fallna frá innrásinni og e.t.v. allt þar til um 2009-10. Tölurnar hafa vitaskuld hækkað með ítrekuðum hryðjuverkum (eins og þessu í Bagdad í vikunni, á vegum ISIS), og nú upplýsir síðan um þetta:

Documented civilian deaths from violence

145,984 – 166,291

Total violent deaths including combatants

224,000

Sem sagt heildartalan 224.000, þar af óbreyttir borgarar um 146-166.000.

Það kom kunnugum auðvitað ekki á óvart, þegar gamall Þjóðviljaritstjóri, Össur Skarphéðinsson, reyndi að klína því á Bandaríkjamenn, að þeir hefðu drepið milljón manns í Írak. Allt var þetta útblásin lygi. Með því að búa sér líka til svona meinta orsakakeðju stríðs og barnadauða er hægt að spinna endalausan lygavef og gefa sér réttlætingu fyrir hvaða ódæðisverkum sem er.

Þar að auki eru hörmungarnar í Írak fyrst og fremst vegna hryðjuverka islamista, súnníta, sjíta og al-Qaídamanna. Hafi börn dáið þar úr hungri og sjúkdómum vegna vopnaátaka, er þá orsakavaldurinn trúlegast þetta innanlandslið, ekki friðargæzluliðið sem hefur verið þarna í umboði Sameinuðu þjóðanna frá því haustið 2003, minnir mig.

* https://www.iraqbodycount.org/

Jón Valur Jensson, 14.11.2015 kl. 18:29

17 Smámynd: Jón Bjarni

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því JVJ að langvarandi stríð veldur fleiri dauðum en bara þeim sem deyja í átökum, er það ekki?

Hryðjuverk voru lítið vandamál í Írak fyrir innrás Bandaríkjanna, og það er má alveg tala um tilviljun, en það er merkileg staðreynd að þessi innrás átti sér stað stuttu eftir að Írakar tilkynntu að þeir ætluðu að fara selja oliu sína í evrum en ekki dollurum

Sagan mun svo dæma mjög svo miheppnaðar aðgerðir Vesturveldanna á þessu svæði síðustu áratugi.


Jón Bjarni, 14.11.2015 kl. 18:39

18 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég veit ekki alveg hvað þú átt við Jón Valur.

Ertu að segja að ég hafi skáldað tölurnar eða ertu að segja að þessi fyrirtæki og samtök hafi skáldað tölurnar.

Ef þú ferð á Wikipedia getur þú séð þessar tölur og hvaða aðferðum var beitt til að komast að þessari niðurstöðu.

Þar erlíka sundurliðað hvað varð mönnumm að aldurtila og fleiri sundurliðanir á þessu.

Þar eru líka ýmsar tölur frá stríðsaðilum eins og þú ert að birta,en því miður eru þær oftast frekar óáræðanlegar,þær litast oftast af því hvað kemur þeim stríðsaðila best.

.

Borgþór Jónsson, 14.11.2015 kl. 19:18

19 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta á að sjálfsögðu að vera  óáreiðanlegar

Borgþór Jónsson, 14.11.2015 kl. 19:19

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vefengirðu þá aðferðirnar hjá Iraqui Body Count?

Bara sisona út í loftið án raka?

Jón Valur Jensson, 14.11.2015 kl. 20:53

21 Smámynd: Starbuck

"Stríðsástand milli vestrænnar menningar og múslímamenningar verður í gildi þangað til múslímar veraldarvæðast. Trúarmenning breyst hægt og tekur nokkrar kynslóðir."   Þú ert á miklum villigötum þarna Páll.  Áður en vestræn ríki réðust inn í, eða studdu uppreisnir í, Írak, Líbýu og Sýrlandi voru þetta tiltölulega stöðug ríki þar sem öfgatrú var ekki áberandi. Vesturlöndum hefur hins vegar á stuttum tíma tekist að búa þarna til gróðrastíu öfgaafla og hryðjuverka með afskiptum sínum.

En þarna voru vondir einræðisherrar sem þurfti að koma frá völdum segja sumir.  Þá má á móti spyrja sig og mig langar til að spyrja ykkur Páll, Prédikari og Jón Valur - Ef þið teljið að þetta hernaðarbrölt Vesturlanda hafi átt rétt á sér, er þá ekki rétt að ráðast inn í Sádí-Arabíu og uppræta öfgatrúareinræðisstjórnina þar?

Starbuck, 14.11.2015 kl. 21:05

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki hef ég mælt með stuðningi með loftárásum við þessar uppreisnir í Líbýu og Sýrlandi, þvert á móti. Og ráðherrar vinstri stjórnar Jóhönnu studdu íhlutunina í Líbýu. Beindu máli þínu að þeim frekar en mér!

Jón Valur Jensson, 14.11.2015 kl. 23:38

23 Smámynd: Starbuck

 https://www.youtube.com/watch?v=o6kdi1UXxhY

Starbuck, 14.11.2015 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband