Egill Helga, Kolbrún og pólitík vinstrimanna

Egill Helgason óskar sér 1% vaxta og Kolbrún Bergþórsdóttir telur vexti seðlabanka miðast við að ræna fólki lífsbjörginni. Egill og Kolbrún eru dæmigerðir álitsgjafar vinstrimanna.

Seðlabanki Evrópu rekur núllvaxtastefnu til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Evrópa er í kreppu. Með því að bjóða upp á 1 prósent útlánsvexti er ríkasta hluta þjóðfélagsins hyglað. Bilið milli ríkra og fátækra jókst bæði í Bandaríkjunum og Evrópu eftir að seðlabankar lækkuðu vexti niður í núll, útlánsvextir eru alltaf hærri, til að keyra upp neyslu og fjárfestingar. Þeir ríku græða alltaf mest á peningum álágum vöxtum. Atvinnulausir og lífeyrisþegar eru aftast í röðinni og bera minnst úr býtum.

Á Íslandi er full atvinna, þökk sé krónunni, og bullandi hagvöxtur - þrefalt til fjórfalt meiri en í ESB-ríkjum. Við þessar aðstæður segja allar hagkenningar allra tíma að vexti verður að hækka til að hemja verðbólgu. Hærri vextir hægja á neyslu og fjárfestingu. Þegar efnahagskerfi er á keyrslu, eins og það íslenska, verður að hægja á því ef ekki á illa að fara.

Egill kallar þetta ,,sturlun" og Kolbrún arðrán. Vinstrimenn eiga alltaf einhver orð um heilbrigða skynsemi.

 


mbl.is Spá 4,3% hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hva! Á prenti? 

...Og sleppa við breimið!


Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2015 kl. 15:08

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Egill og Kolbrún segja bara það sem þau vita að fólk vill heyra.

Með nýjum stjórnvöldum kemur allta annað hljóð í strokkinn.

"Við þessar aðstæður segja allar hagkenningar allra tíma að vexti verður að hækka til að hemja verðbólgu."

Heimildir?

"Hærri vextir hægja á neyslu og fjárfestingu."

En þeir hækka lán sem þegar er búið að taka, sem eru, eins og þú hefur kannski tekið eftir, verðtryggð, sem er einmitt til þess að auka verðbólgu.

Þetta voru hagstjórnarmistök.  Eða eitthvert plott.  Hvort heldur, kemur illa út.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.11.2015 kl. 17:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki Kolbrún Bergþórsdóttir sem telur vexti seðlabanka miðast við að ræna fólk lífsbjörginni, heldur lýsti aðalhagfræðingur seðlabankans því yfir á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Kolbrún gerði ekki annað en vitna í þau ummæli og tjá (réttilega) hneykslan sína á þeim.

Annað sem hún benti (réttilega) á er sú þversögn sem felst í því að starfsmenn seðlabankans skuli vera að vara fólk við verðbólgu, þegar þeir eru sjálfir duglegastir að kynda undir henni með aðgerðum sínum.

Loks væri gaman að fá að hitta "íslensku krónuna" einhverntímann svo maður geti nú þakkað henni almennilega fyrir að vera svona ofboðslega góð við okkur. Það fyrsta sem ég myndi spyrja hana að er hvernig pappírsmiðar og málmskífur fari eiginlega að því að taka svona góðar ákvarðanir?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2015 kl. 17:37

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alhæfingarnar streyma fram: Bara vinstri menn sem gagnrýna háa vexti og bara ríkt fólk sem græðir á lágum vöxtum.

En hvað með fjölda lágtekjufólks, sem er skuldum vafið? Á það svona auðvelt með að borga háa vexti?

Ómar Ragnarsson, 13.11.2015 kl. 21:21

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með Ómari hér og svo sannarlega með Guðmundi Ásgeirssyni, svona þar til kom að lokaklausu hans. Þú ert á villugötum í dag, Páll.

Grein mín um þessi mál í dag: Hér vantar öfluga hreyfingu gegn okurvöxtum

Jón Valur Jensson, 13.11.2015 kl. 21:39

6 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Vaxtaprósentan sýnir hræslu stig seðlabankastjórans. Ef hann væri að hugsa um almannahag þá hefðum við kringum 1% vexti. Hvað á að gera við mann sem lætur útlendingana arðræna íslenska almenning og leyfir þeim síðan að flytja þjófagóssið úr Landi I gjaldeyri! 

Kolbeinn Pálsson, 14.11.2015 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband