Einkaframtakið olli hruni, ríkið reddaði okkur

Einkaframtakið rændi bankana að inna og leiddi hrunið yfir þjóðina. Ríkisvaldið bjargaði okkur þar sem helsta verkfærið var margblessuð krónan.

Allir bankar eru á ábyrgð ríkisins, enda seðlabankinn þrautalánveitandi.

Allir bankar eru samfélagsbankar, eiga að þjóna hagsmunum samfélagsins og eru með ríkisábyrgð.

Að selja ríkisbanka til einkaframtaksins núna er eins og að afhenda nýdæmdum brennuvargi bensínbrúsa og eldspýtur og vona það besta.


mbl.is Már: „Sitjum á viljugum fola“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef menn ætla að setja auðlindaákvæðið í stjórnarskrá þá þarf það að ná almennt yfir ríkiseignir. Frasinn "auðlindir í þjóðareigu" þýðir auðlindir í ríkiseigu en er orðaður á þennan hátt til að höfða til tilfinninga í lýðskruminu.

þeir sem hafa ráðstöfunarvald auðlinda og ríkiseigna hafa nánast sjalfsvald um það hvernig með er farið og því þarf þessu ákvæði að fylgja fyrirvari um að stórfelldar eignatilfærslur í sameiginlegri eigu þurfi þjóðaratkvæði. Kjörnum fulltrúum er nefnilega ekki treystandi til að fara með þetta vald.

bæði til vinstri og hægri eru menn ólmir í að lögfesta þetta vald sitt í grunnlögum til að geta ráðstafað eignum að geðþótta. Það er stæsta valdið. Hægri armurinn vill vald til að einkavæða og sá vinstri vill vald til að framselja auðlindirnar og eignirnar í væntanlegum samruna við ESB.

Greinin gæti orðast einhvernveginn svona.

Auðlindir og ríkiseignir eru þjóðareign. Stórfellda ráðstöfun, sala eða leiga þessara eigna skal háð þjoðaratkvæðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2015 kl. 13:24

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það var "einkaframtak," sem leiddi okkur í hrunið.  Ekki ó-írónískt einkaframtak.  Ekki fæ ég séð að þessir enkamenn hafi borði ábyrgð á neinu.  Allt átti að vera með ríkisábyrgð.  Þó það ætti að heita einka.

Og svo vildu menn setja á okkur ríkisvald sem vildi ólmt að við fólkið borguðum allt saman.  Vegna þess að Ríkisábyrgð.  Vegna þess að gl´pska annarra er alltaf þér og mér að kenna, en ekki glópunum sjálfum.  Það er einaldlega ekki sósíal.

Það var þá björgun...

Ásgrímur Hartmannsson, 5.11.2015 kl. 19:18

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Már hefur farið hrossavillt. Hann situr á stöðustu truntunni, en sendir almenning á villtustu folana, án reiðtygja út í óvissuna.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.11.2015 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband