Sjálfstæðisflokkurinn reddar Birnu

Ef ríkið fær Íslandsbanka, vegna uppgjörs föllnu bankanna, munu laun bankastjórans, Birnu Einarsdóttur, lækka. Núna er Birna með tvöfalt hærri laun en Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbanka, sem er í eigu ríkisins.

Steinþór fellur þó varla úr hori, með 1,7 milljónir á mánuði.

Sjálfstæðisflokkur ríka fólksins boðar að Íslandsbanki fari óðara til einkaaðila enda ótækt að bankar séu í samfélagseigu þegar einkaframtakið vill feitan gölt að flá.

Á meðan launafólk gerir sáttmála um hófleg laun er taki mið af stöðu útflutningsgreina boðar Sjálfstæðisflokkurinn nýgræðgisvæðingu auðmanna þar sem laun miðast við hugmyndafræði en ekki efnahagslegan veruleika.

Sjálfstæðisflokkurinn er algerlega úr takti við þjóðlífið. En Birna Einarsdóttir mun ábyggilega greiða flokknum atkvæði sitt.


mbl.is Laun Birnu gætu lækkað um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Varstu almennilega vaknaður Páll, þegar þú skrifaðir þennan pistil? Fréttin fjallar um að laun Birnu gætu lækkað en gæti líka gefið í skyn að laun Steindórs gætu tvöfaldast. Í stöðunni er líka möguleiki að annað hvort þeirra gæti misst vinnuna.

það er gott að þvo sér i framan með köldu og fá sér sterkt kaffi áður en maður les blöðin á morgnanna.

Ragnhildur Kolka, 28.10.2015 kl. 09:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er ekki líklegra að laun Steinþór verði hækkuð?

Gunnar Heiðarsson, 28.10.2015 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband