Karlmennska undir ágjöf femínista

Karlmennska er að væla ekki, taka áföllum með æðruleysi og finna lausnir á aðsteðjandi vanda.

Femínisminn óskar sér  móðursjúkra karla sem velta sér upp úr vandamálum líkt og tík eltir eigin rófu.

Femínísk karlmennska er mótsögn.

 


mbl.is Skaðleg áhrif karlmennskunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Held Páll að þetta sé eins og svo margt annað klikkað í dag. Það er held ég ekki sjálf "karlmennskan" sem slík sem er verið að reyna að gelda, heldur er það sjálft orðið/hugtakið og hljómur orðsins "karlmennska" sem á að reyna að níða og svíða niður.

Álíka og til dæmis orðið/hugtakið "þjóðfélag". Það má ekki lengur heita þjóðfélag, heldur á að gelda það með því að umbylta því yfir í orðið/hugtakið "samfélag", því að það er ekki svona "vont" eins og hugtakið "þjóð" sem á sitt "þjóðríki".

Þetta er svona eins og mál- og hugtakahreinsun undir Stalín og Hitler. Góða fólkið að reyna að bylta tilverunni einu sinni enn.

Kven- og karlkerlingar verða alltaf svona þegar þær taka til sín eignarétt á tilverunni. Þá verður hún pólitískt korrekt og óþolandi. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2015 kl. 17:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þið eruð dýrðlegir! Svo skemmtilega vildi til að ég hitti einn bráðfyndinn og hagmæltan karl úr vinahópi fjölskyldunnar í dag. Hann gaukaði að mér vísu karlinn.

  Ég er haldinn geðveiki og gleymsku
   gleðst við kaldhæðni og spot,
   nærist á hroka og heimsku
   hef það andskoti gott. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2015 kl. 20:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Höfundur er Daníel Arnfinnsson.

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2015 kl. 20:35

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er mikil einföldun. Það var líka lengi vel gerð sama krafa til kvenna um að haggast ekki, sama hvað á gengi. Á Vestfjörðum lifði einna lengst það viðhorf að það væri eðlilegu hluti af lífinu þar að missa nána ástvini í sjóinn.

Tengdamóðir mín heitin þótti standa sig vel þegar hún missti mann sinn í sjóslysi aðeins fimmtugan frá átta börnum. Hún sást aldrei fella tár og viðhorfið var það, að ekkert ætti að garfa í ástæðum áfallanna, því að það út af fyrir sig vekti hinn látna ekki aftur til lífsins.

Þetta viðhorf hafði ekkert með feminísma eða kyn að gera, allir áttu að standast þessa kröfu.

Krafa Kolbrúnar Sverrisdóttur um rannsókn á því þegar rækjubáturinn Æsa fórst í Arnarfirði var á skjön við þetta gróna viðhorf.

Hún hafði sitt fram og það markaði þáttaskil í þessum efnum.

Ómar Ragnarsson, 14.10.2015 kl. 21:21

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fólk heldur oft svo margt og furðulega alls konar ýmislegt um annað fólk Ómar, án þess að það sé fótur fyrir haldi þeirra, jafnvel þrátt fyrir sterk og náin tengsl og mannvisku.

Það er vel hægt að vera mjúkur að innan án þess að það sé borið á torg eða sýnt hangandi utaná á opinberum vettvangi.

Foreldrar þessara tíma sem þú minnist á lögðust yfirleitt ekki svo lágt að gera börnin að sálfræðingum sínum. Hollt er að muna það.

Sumt óbærilegt er ekki hægt að lækna með neinu nema tíma. En sem þjóð höfum við þó alltaf síðan ég man staðið saman með þeim sem eiga um sárt að binda. Fjölskyldu- og ættarsamfélagið tínir maður ekki bara sí svona upp úr götunni.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.10.2015 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband