Birgitta, Óttar og íslenskir flóttamenn

Óttar Proppé þingmaður og formaður Bjartra framtíðar var Spegli RÚV í gær og talaði frá Líbanon þar sem hann hitti fyrir sýrlenska flóttamenn. Hann sagði frá flóttafólki sem leigir gamlan bóndabæ í Líbanon og glímir við háa leigu, þurfi m.a. að taka börnin úr skóla til að eiga fyrir lífsnauðsynjum.

Birgitta Jónsdóttir forystusauður Pírata er í viðtali við hollenskt dagblað þar sem hún talar um íslenska flóttamenn, sem fóru til Noregs eftir hrun. Mbl.is endursegir frétt hollenska dagblaðsins þar sem Birgitta segir að íslensku flóttamennirnir til Noregs fái ekki vinnu hér heima, slík séu vandræðin.

Síðast þegar að var gáð voru þau Birgitta og Óttar þingmenn Íslendinga en ekki Sýrlendinga. Með þá næmni sem þau hafa á högum alþýðufólks hljóta þau að leggja sig fram um að íslenskir flóttamenn fái vinnu hér heima, til að börnin þeirra komist í skóla. Eða eru það aðeins útlendir flóttamenn sem eru í náðinni hjá Óttari og Birgittu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld,upphafs stef Gleðibankans. Fréttir um að fyrirmenn Íslands millilendi í Hollandi,berast með ógnar hraða.- Lá nú svona á að sýna ríkidæmi góða fólksins frá Íslandi og taka út restina í Gleðibanka okkar? Nú förum við að verða virkilega vond!
  
    

Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2015 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband