Pírötum er illa við íslenskt samfélag

Píratar hafa horn í síðu samfélagsins. Þeir leggja sig í framkróka að mála sem dekksta mynd af Íslandi. Tvö ný dæmi undirstrika viðhorf leiðandi Pírata til samfélagsins sam hefur fóstrað þau.

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata talar um ,,vald sem viðbjóð" og vísar í vald þingmanna til að setja lög í landinu. Það þarf all nokkra ímyndun til að hugsa um alþingi sem viðbjóð. Upphaflega var alþingi vettvangur til úrlausn sameiginlegra mála þeirra sem byggja þetta land, þar voru lögin rétt, fitjað upp á nýmælum og dæmt. Eftir endurreisn alþingis á 19. öld varð það í nokkrum skrefum að þjóðþingi Íslendinga, sem hvorttveggja í senn er málstofa þjóðarinnar og handhafi löggjafavaldsins, - sem er í þágu þjóðarinnar. Að tala um ,,viðbjóð" í þessu samhengi er lítilsvirðing gagnvart þjóðinni ef ekki hrein hatursorðræða.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á sæti í framkvæmdaráði Pírata. Hún stígur á stokk og hraunar yfir skólakerfið, sem hún telur að hafi brugðist sér. Af orðum Þórhildar Sunnu má ráða að skólar á Íslandi séu ekki börnum bjóðandi. Alþjóðlegar kannanir sýna á hinn bóginn að íslenskum börnum líður öðrum börnum betur í skóla.

Orðræða Pírata er ný útgáfa af möntru Samfylkingar og Vg frá síðasta kjörtímabili um ,,ónýta Ísland."

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Hermann Pálsson

Ert þú að væna aðra um neikvæðni? Er það ekki pínu steinkast úr glerhúsi?

Sveinbjörn Hermann Pálsson, 16.9.2015 kl. 13:45

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér dettur oft í hug eldrauða og anarkista Æskuliðshreyfinginginn sem vara að brölta á Íslandi i den tid, þegar ég hlusta á eða lesa yfirlýsingar sjóræningjaflokksins.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 13:53

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Kannski hefur þjóðin gott af lítilsvirðingu, eða amk sá hluti hennar sem hefur verið duglegastur að kúga lítilmagnann, þeas Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, vinir Páls.

Skólakerfið hefur brugðist flestum Íslendingum, bæði þeim sem hafa orðið fyrir einelti og svo þeim hrossataðkögglum sem sitja eins og Páll og segja "Hér fljótum vér eplin" en eru í rauninni einfeldningsleg lítilmenni og níðingar.

En það kemur mér hins vegar ekkert á óvart að sjá að hinir svokölluðu "sjálfstæðismenn" skuli ekki skilja þá einföldu og algildu staðreynd mannlífsins að engin manneskja hefur yfirráðarétt yfir öðrum manneskjum.

Elías Halldór Ágústsson, 16.9.2015 kl. 14:18

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sjóræningjarnir telja að þeir hafi yfirráðarétt yfir öllum Íslendingum, svo sem að skylda þá að greiða kostnað af flótta og hælisleitendum gegn vilja landsmanna.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 14:27

5 Smámynd: Guðlaugur S. Egilsson

Það þarf verulega frjótt ímyndunarafl, lélega samkennd og hreinlega ólæsi á íslenska tungu að Helgi sé að segja að alþingi, eða þeir sem þar sitja, séu viðbjóður. Hann er að tala um vald sem fyrirbæri, það er, að einn einstaklingur hafi vald yfir öðrum. En að sjálfsögðu er skiljanlegt að menn með metnað til að vera þrælar annara finnist vald bara fallegt. Við hin viljum frekar þjóna öðrum, okkur og þeim til ánægju. Sem jafningjar. Og nota vald eingöngu gagnvart liði sem ekki er tjónkandi við og hefur það helst að markmiði að valda öðrum tjóni.

Guðlaugur S. Egilsson, 16.9.2015 kl. 15:35

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir góðan pistil sem jafnan kæri Páll.

Elías, það er greinilegt að þú þekkir lítt, ef nokkuð, til stefnumála Sjálfstæðisflokksins. Næga ertu þó með sleggjudómana um þau. Stefnumálin eru á heimasíðuflokksins og hafa verið frá því heimasíðugerð tíðkaðist á Íslandi. Þá eru umræður á nærru 1.900 manna landsfundum Sjálfstæðisflokksins útvarpað beint á veraldarvefinn. Hjá Pírötum er makkað um málefnin og stefnuna í harðlæstum bakherbergjum fjarri ljósi, hvað þá í anda gagnsæis og opins lýðræðis sem þeir vilja á síðustu dögum helst kenna sig við. Það er falskur tónn í þessu liði sem fyllir þessi harðlæstu bakherbergi og kenna sig við Pírata.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.9.2015 kl. 15:57

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sumir vilja vera þrælar sjóræningjaflokksins og vilja þjóna þeim hvað sem þeir segja og gera, það er ekkert að því.

En eg og margir aðrir hafa engan áhuga á að verða þrælar sjóræningjaflokksins eða þjóna þeim.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 16:01

8 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Kæri "Predikari,"

Þú hefur fylgst mjög illa með hafir þú ekki séð hið augljósa, að enginn flokkur á Íslandi hefur verið jafn lélegur og Sjálfstæðisflokkurinn í því að berjast fyrir stefnamálum Sjálfstæðisflokksins og enginn flokkur verið jafn aðgangsharður í því að berjast gegn téðum stefnumálum.

Elías Halldór Ágústsson, 16.9.2015 kl. 16:16

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er ekkert að gera í Houston, nema mala um heimsku Jóhann, á Íslandi

!!!

Jónas Ómar Snorrason, 16.9.2015 kl. 19:41

10 Smámynd: Jón Ragnarsson

Gott, gott. Vonandi skrifar Páll sem mest um Pírata, því í hvert sinn þá eykst fylgi þeirra.

Jón Ragnarsson, 17.9.2015 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband