Íslandssvindlið og Zimbabwehagkerfið

Íslenska hrunið var afleiðing af hægripólitík sem komst í ógöngur græðginnar. Íslendingar tóku á hruninu með sínum hætti; gjaldþroti banka, stórfelldum inngripum ríkisins í atvinnulíf, gjaldeyrishöftum og saksókn gegn bankamönnum.

Íslenska hrunið var öðrum þræði alþjóðlegt. Viðbrögð erlendra seðlabanka við kreppunni sem gerði alvarlega við sig 2007/2008 voru að prenta peninga. Hugsunin var að peningaflæðið yrði til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang, búa til störf. Eins og oft með fallegar hugsanir hafa þær leiðinlegar afleiðingar. Peningaprentunin jók efnahagslegt misrétti með því að þeir ríki  urðu ríkari og þeir fátækari fátækari, í það minnsta hlutfallslega.

En peningaprentunin gerði þó sitt gagn, hagvöxtur tók kipp í Bandaríkjunum, sem voru fyrst úti með stórfellt flæði peninga á núllvöxtur og hamlaði því að kreppan í Evrópu myndi dýpka.

Vinstripólitík er um það bil að taka peningaprentun upp á sína arma, en þó með þeirri breytingu að vinstriútgáfan á ekki að stuðla að auknu misrétti. Peningaprentun vinstrimanna skal var í þágu fólksins, ,,peoples QE" heitir það á máli heitasta vinstrimannsins, Jeremy Cobryn sem líkur standa til að verði næsti formaður Verkamannaflokksins.

Peningaflæði fólksins á að fara í stórfelldar framkvæmdir á vegum hins opinbera í stað þess að flæða í banka og fjármálastofnanir sem gera þá ríku ríkari.

Íslendingar vita af reynslu hvernig peningaprentun virkar, hún leiðir til verðbólgu. Vegna þeirrar reynslu gættum við okkur í viðbrögðum við hruninu að blása ekki lífi í verðbólgudrauginn.

Verði peningaprentun í þágu almennings viðurkennd kennisetning meðal vinstrimanna er stefnan tekin á Zimbabwehagkerfið, segir Jeremy Warner í Telegraph.


mbl.is Eitt stórt pýramídasvindl á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Nú prentum við peninga til hægri og vinstri til að hamstra gjaldeyri, kennum svo verkalýðnum um afleiðingarnar.

Jón Páll Garðarsson, 22.8.2015 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband