Hiroshima, Auschwitz og lærdómurinn

Sumarið 1945 fréttist af tveim iðnvæddum fjöldamorðum. Í skjóli stríðsins deyddu Þjóðverjar gyðinga og minnihlutahópa í milljónavís með nútímaskipulagi. Helför gyðinga heitir eftir þýska heitinu á pólska bænum sem hýsti stærstu dauðafabrikkuna, Auschwitz.

Seinni iðnvæddu fjöldamorðin eru kennd við japönsku borgirnar Hiroshíma og Nagasaki. Bandaríkjamenn smíðuðu vopn sem trompaði öll önnur og beittu þeim til að knýja Japani til uppgjafar.

Við viljum trúa því að heimurinn breyttist eftir fréttirnar af Auschwitz og Hiroshima. Að sumu leyti varð breyting. Nasisma, sem hugmyndafræði, var úthýst á byggðu bóli. Hugmyndin um algild mannréttindi fékk meðbyr. Kjarnorkuvopn leiddu til kapphlaups sigurvegara seinna stríðs, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, undir skammstöfuninni MAD (mutually assured destruction). Með þeim formerkjum var kjarnorkuvopnum ekki beitt í ófriði.

Annað er óbreytt. Fjöldamorð eru framin í Evrópu, sbr. Srebrenica. Fyrir botni Miðjarðarhafs er viðvarandi stríðsástand, sem byggir á gagnkvæmu hatri frændþjóða og nágranna, hebrea og araba. Af framferði stórveldanna að ráða, bæði í Úkraínu, þar sem Bandaríkin og ESB ýfast við Rússa, og Suður-Kínahafi, þar sem Kína og Japan hnykla vöðvana, virðist sem lærdómurinn um fánýti stríða sé óðum að gleymast.

Siðvit mannsins vex ekki í hlutfalli við tæknilega getu hans að fremja óhæfuverk. 


mbl.is Fullkomin tortíming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Satt segir þú Páll, siðvit mannsins vex ekki í takt við tæknigetu hans. Það er eitthvað í sál hans sem leitar sífellt að nýjum möguleikum til að láta ljós sitt skína. Jafnvel þegar fyrirsjáanlegt er að hryllingur verður útkoman.

Ragnhildur Kolka, 6.8.2015 kl. 13:44

2 Smámynd: Gylfi Guðmundsson

Mikið er þetta rétt. Það er reyndar ótrúlegt hvílík illska getur þróazt í heiminum.
Hitler og hans kónar eru kannski þeir verstu. En þú nefnir kjarnaárásir Bandaríkjanna sem enn hafa áhrif. Og enn heldur þessi illska áfram ein og t.d. í  Srebrenica sem þú nefndir. Og í Afríku eru að gerast hryllilegir hlutir

Gylfi Guðmundsson

Gylfi Guðmundsson, 6.8.2015 kl. 14:17

3 identicon

Þetta er mikið rétt og við eigum að hafa þessi fjöldamorð í huga og minnast þeirra. - En undarlegt fannst mér að þú hnýttir ekki í ESB eða Þjóðverja eða Samfylkinguna í þessum pistli. Er þér nokkuð farið að förlast?

Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 6.8.2015 kl. 16:52

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Í þessu dauðans mannssorpi spretta upp guðdómlegar mannverur.Alls óhræddar leika þær einleik með miskunnsemi sinni og fádæma mannelsku; Osksr Shindler.-- - - - -            Dóu hetjur okkar út? Er engin eftir  til að bjarga Íslendingum frá útrýmingu? Sé engan í valdastóli enn þá! Spyrjum þó að leiks lokum.  

Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2015 kl. 02:28

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Upphafs aðilar seinni heimstyrjaldar vörpuðu sprengjum, hvor með sínum hætti og fengu þær margfalt til baka.  Japanir herjuðu eins og þjóðverjar af fullkomnu miskunnarleysi og gátu varla búist við að þeim yrði svarað öðruvísi. 

Að stríðinu loknu þá voru upphafs aðilarnir studdir með mikilli vinnu og miklum fjármunum til að verða á meðal mestu iðnvelda sögunnar, en Rússar snéru þá við blaðinu og héldu áfram stríði sem enn stendur.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.8.2015 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband