Skattaafsláttur foreldra vegna íbúðakaupa barna

Launakerfið í landinu hyglar þeim eldri sem fá hærri laun, bæði út á lífaldur og starfsaldur. En það eru þeir yngri sem standa frammi fyrir stórum fjárfestingum, fyrstu íbúð, og útgjöldum vegna barna.

Launakerfið í landinu tekur ekki breytingum í bráð. Á hinn bóginn er hægt að auðvelda tilfærslu á fjármunum foreldra til barna sem kaupa sína fystu íbúð.

Það mætti t.d. veita skattaafslátt til foreldra sem leggja fjármuni í fyrstu íbúð barna sinna.

 


mbl.is Hvernig á ungt fólk að kaupa íbúð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Það er samt þannig að þeir eldri fá ýmist ekki vinnu eða litla vinnu á Íslandi. Það er mikil mismunun gegn fólki 50 og yfir og fjöldi manns fær ekki vinnu.  Það er ótrúlegt þar sem fimmtug manneskja er ekki beint eldri manneskja og fær ekki ellilífeyri fyrir en í fyrsta lagi 67.

Vinnuveitendur á Íslandi kunna oft/oftast ekki að meta reynslu og þekkingu og líta á ungt fimmtugt fólk sem gamalmenni. Það muna líklega allir þegar ungir menn tóku yfir bankana og Landspítala Ríkisins og köstuðu eldri og reyndum bankamönnum og læknum.

Elle_, 14.7.2015 kl. 22:26

2 Smámynd: Elle_

Það voru líklega stór mistök að hafa lífaldur inni í laununum, enda óvanalegt. Það gæti verið ein skýring á mismunun á eldra fólki í vinnu.

Elle_, 14.7.2015 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband