Grikkir kyssa vöndinn

Grikkir tóku út mestan sársaukann í kreppunni þegar þeir urðu að loka bönkum og setja á peningahöft. Ábatinn er kæmi í rökréttu framhaldi væri nýr gjaldmiðill, um 30 til 50% lægri en evra, er lækkaði kostnað og gerði Grikkland samkeppnishæft á ný. Fólk fengi vinnu í stað ölmusu.

Með því að fallast á kröfur lánadrottna og Evrópusambandsins verður Grikkland í herkví evru og kreppu í fyrirsjáanlegri framtíð. Gríska ríkisstjórnin verður i reynd umboðsstjórn Brussel. Engar ákvarðanir um grísk málefni verða tekin í Aþenu án heimildar frá ESB.

Grikkir sögðu nei í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag en kyssa vöndinn á fimmtudag.

Aðild að Evrópusambandinu dregur allan þrótt úr þjóðum að standa á eigin fótum. Kannski er það einmitt tilgangurinn.


mbl.is Niðurskurðarhnífurinn reiddur til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Segðu mér Páll.. hvað hefur þú fyrir þér í því að þetta valdi því að grikkir verði í "herkví" evru í fyrirsjáanlegri framtíð? Hvað veist þú sem þeir sem ákveða þetta vita ekki?

Jón Bjarni, 10.7.2015 kl. 13:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merilegt, Páll, hvernig Evrópusambandið hefur neytt byltingarflokkinn, sem náði völdum í Aþenu, til að svíkja öll sín helztu kosningaloforð! Nú má segja, að forsætisráðherrann starfi í umboði ESB, ekki þjóðar sinnar. Áður var hann búinn að kasta frá sér fjármálaráðherranum að kröfu Brusselmanna! (hliðstætt gerðist á Ítalíu áður).

Jón Valur Jensson, 10.7.2015 kl. 13:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegt!

Jón Valur Jensson, 10.7.2015 kl. 13:38

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sambandið hefur nú svínbeygt Grikki og loftið farið úr Tsipras. Það er rétt hjá þér Páll að vera í þessu Evrópusambandi dregur allan Þrótt úr þjóðum. Menn venjast því að lifa á styrkjum og spyrja sig aldrei hvernig þeir eru til komnir.  Nú eru bláfátækir Lettar og Litháar að borga fyrir sukkið í Grikklandi. Grikkir eru búnir að gleyma hvernig þeir voru blóðmjólkaðir til að koma fótum undir þessi sömu lönd. Kommúnisminn endurfæddur.

Þetta er hringekja þar skattgreiðendur ESB borga, en átta sig ekki a því og þakkar því Brussel fyrir greiðan. 

Ragnhildur Kolka, 10.7.2015 kl. 14:38

5 Smámynd: Jón Bjarni

Jón Valur - mikill meirihluti Grikkja vill vera áfram í bæði ESB og evrusamstarfi - hvaða nákvæmlega kosningaloforð er verið að svíkja?

Kosningaloforðin voru nefnilega þau að vera áfram innan ESB og með evru án þess að fara í erfiðar aðhaldsaðgerðir - það er einfaldlega ekki raunhæft. Mæli með því að þú horfir á ræðu fyrrverandi forsætisráðherra Belga á Evrópuþingu - getur nálgast hana hér

https://www.facebook.com/GuyVerhofstadt?fref=ts

Póstur frá því í gær

Jón Bjarni, 10.7.2015 kl. 15:36

6 identicon

Páll! Hefur ekki íslenzkt láglaunafólk kysst vöndinn næstum alla síðustu öld, með því að kjósa XB & XD? Og sennilega má bæta því við, með að kjósa fjórflokkinn.

Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 15:50

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lesið geturðu, Jón Bjarni, í þínu eigin Esb-Fréttablaði í morgun, bls. 8:

"Syriza, flokkur Alexis Tsipras sem fer með ríkisstjórn landsins, vann stórsigur í grísku þingkosningunum í janúar. Helsta stefnumál flokksins var að gríska ríkið ætti ekki að beita niðurskurði til að vinna sig út úr efnahagskreppu landsins, heldur reyna að vaxa út úr henni án niðurskurðar. Miðað við tillögurnar er ljóst að það gengur ekki eftir."

... því að nú er það ljóst, að "tillögurnar sem Grikkir settu fram [í gær] miða að því að hækka skatta, lækka bætur og skera niður í ríkisrekstri."

Tsipras og Syriza beita sér nú fyrir stefnu Evrópuambandsins, þvert gegn sinni eigin kosningastefnu frá í janúar! En þetta finnst Jóni Bjarna einmitt svo eðlilegt -- sem og, að allt, sem Grikkir hafa notað sín AGS-lán í, hefur farið til þess að borga hinum vellauðugu eigendum stórbankanna erlendu.

Jón Valur Jensson, 10.7.2015 kl. 17:42

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er alveg eðlilegt.  Loforðin voru óraunsætt lýðskrum.  Álíka og loforð framsóknarmanna hérna sem þeir sviku svo allt saman.

Það áhugaverða er núna hvort Tsipras tekst að fá meirihluta sinna manna með sé í þetta og hvort það haldi til einhvers tíma.  Miðju/hægrimenn styðja þetta líka.  Tsipras gæti alveg komist í sterka stöðu.  Núna kemur í ljós hvernig pólitíkus Tsipras í raun er.  Hefur ekki reynt almennilega á það fyrr en núna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2015 kl. 18:26

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég bjóst ekki við miklu af þessum Tspiras en ég hef samt orðið fyrir vonbrigðum með hann. Ef hann væri heiðarlegur myndi hann áfram segja nei við aðhaldi, nei við evru og krefjast þess að lánin verði felld niður. Ef Grikkir vilja farsæla framtíð er það rétta leiðin. Að halda áfram með evruna, taka frekari lán og hækka skatta er einfaldlega óðs manns æði.

Gríska þjóðin sagði nei. Af hverju hlustar hann ekki?

Hörður Þórðarson, 10.7.2015 kl. 21:15

10 Smámynd: Jón Bjarni

Jón Valur - lofaði flokkur Tsipras því að gengið yrði úr ESB eða evrusamstarfi?

Og er það vilji grísks almennings?

Kosningaloforð þeirra snerist nefnilega um að halda bæði ESB og Evru - án aðhaldsaðgerða.. sem var einfaldlega lýðskrum

Jón Bjarni, 10.7.2015 kl. 21:34

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tsipras færir að mörgu leiti skynsamleg rök fyrir þessu.  

Þarna ber að líta til ýmislegs.  Tsipras hefur mikið haldið sig til hlés með stórar yfirlýsingar.  Hann fór samt sem formaður flokksinns með sínum mönnum og ofsa-hægri mönnunum í Anel með landið alveg útá blábrúnina.  Leiðin var farin alla leið.  Þjóðaratkvæði.  Niðurstaðan var þessi.  Lengra varð ekki komist.

Þá stendur hann frammi fyrir tveim kostum.  1. Ganga endanlega frá lánapakkasamningi þar sem megininnihald og skilyrði hafa legið fyrir lengi eða 2. Fara útí drastískar aðgerðir með upptöku drökmu með hugsanlega skelfilegum afleiðingum og katastrófu.

Hann segist hafa metið þetta og ófært væri að fara leið nr. 2 enda hefði hann ekkert umboð til þess.

Skoðanakönnun sýndi í dag að 84% vilja halda Evru og aðild að Sambandinu.

Hinsvegar er Tsipras vissulega í snúinni stöðu og mandfeðfarinni.  Nú reynir á hann.  Hann hefur alveg sýnt takta í þá átt að geta talað fyrir máli og fengið fólk á sitt band.

Hinsvegar er órói innan beggja stjórnarflokkanna en Tsipras kemur þessu líklega í gegn með stuðningi hófsamamra flokka í stjórnarandstöðu.

Tsipras er þarna í færi til að styrkja verulega pólitíska stöðu sína, allavega tímabundið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2015 kl. 21:49

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvers lags fásinna og fáfræði er hjá þér Páll. Að aðild að ESB og evru dragi þrótt úr grikkjum. Að halda því fram að fólk í Grikklandi hafi áhuga á einskis verðum gjaldmiðli(drökkmu), í stað alvöru gjladmiðli(evru), er í minnsta máta heimskuleg. Alltaf skalltu verja sérhagsmunina Páll, það verður ekki af þér tekið!!!

Jónas Ómar Snorrason, 10.7.2015 kl. 22:59

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Bjarni, það hefur ekkert gerzt með evru-notkunina, en hitt hefur gerzt: að í stað þess að Tsipras stæði við sín kosningaloforð um að beita ekki niðurskurði til að vinna sig út úr efnahagskreppu landsins, heldur reyna að vaxa út úr henni án niðurskurðar, þá hefur hann kúvent stefnu sinni, til þókknunar Brusselmönnum, og stefnir nú að því að hækka skatta, lækka bætur og skera niður í ríkisrekstri.

Það er þitt hittelskaða Evrópusamband, sem ráðið hefur hér þessari stefnubreytingu. Hvað segja þá umbjóðendur forsætisráðherrans gríska, sem horfa nú upp á hann framkvæma stefnu annarra en Syriza?

Jón Valur Jensson, 11.7.2015 kl. 00:22

14 Smámynd: Jón Bjarni

Jón Valur - 84% grikkja vilja vera áfram með Evru - það sýndi könnun bara núna í gær - til þess að halda evrunni þá verða þeir að hlíta ákveðinum skilyrðum. Tsiparas getur einfaldlega ekki bara ákveðið það að hann ætli að halda evrunni og gera samt það sem honum sýnist. Hann lofaði einfaldlega einhverju sem hann gat ekki staðið við

Jón Bjarni, 11.7.2015 kl. 01:15

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tsiparas lofaði einhverju,Jón Bjarni ekki einfaldlega, heldur einlæglega. Afhverju? Hann og meirihluta grísku þjóðarinnar misbauð andstyggilega auðmýkjandi lánaskilmálarnir. Tsiparas fer í þessa vegferð sem ofurhugi,telur sjálfur að þjóð hans þurfi ekki að hafna Evrunni þótt felli skilmálana.En þrælahaldararnir skaparar Evrunnar,hafa öll ráð í hendi sér.Þeim veitist auðvelt að draga upp dökka mynd af afleiðingunum,dragi hann ekki í land.- Íslendingar eru að hrósa happi hver af öðrum,að hafa stöðvað þetta feigðarflan,með nýjum skilmálum Evru-upptöku. Ekkert ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2015 kl. 02:43

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Helga, gott þitt innlegg.

En Jón Bjarni greyið getur helzt ekki um annað talað en evruna sína, eins og þetta sé uppáhalds-leikfangið hans.

----> Guðlaugur Þór: EFTA-aðild betri en að vera í ESB

Gríska þingið beygir sig fyrir afarkostum Evrópusambandsins

Jón Valur Jensson, 11.7.2015 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband