Sálfræðilegt áfall Samfylkingar, minni en Vinstri grænir

Fylgi Vinstri-grænna mælist nú 12,0% en Samfylkingin fær 9,3%. Þar með eru Vinstri grænir orðnir leiðandi á vinstri kanti stjórnmálanna en Samfylkingin er í sárum.

Fyrrum ráðherra Samfylkingar spyr um síðustu daga Samfylkingar og biður menn að snúa bökum saman, líkt og gert er þegar liðsflokkur er umkringdur.

Samt er engin hætta á að samfylkingarfólk berjist til síðasta blóðdropa. Tækifærismennskan leyfir það ekki. Samfylkingarmenn eru á leiðinni yfir til Pírata, þar er fylgið.


mbl.is Píratar enn langstærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það gekk ekki eftir hjá Össuri að stofna Bjarta Framtíð, til að taka við óánægjufylki frá LANDRÁÐAFYLKINGUNNI, nema bara til að byrja með.  Nú er Björt Framtíð að hverfa (farið hefur fé betra).  En eru virkilega einhverjir sem geta séð Birgittu Jónsdóttur fyrir sér sem forsætisráðherra???????

Jóhann Elíasson, 9.7.2015 kl. 07:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ekki ég bara alls ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2015 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband