Sigurður Einarsson hafnar réttarríkinu

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings er iðinn við kolann að gera réttarríkið tortryggilegt. Sigurður fær reglulega tækifæri að sýna iðrun vegna sannaðra og dæmdra brota.

Í stað þess að játa og viðurkenna misgjörðir er Sigurður einbeittur í þeirri málsvörn að segjast saklaus þótt dómstóll dæmi sekt. Sigurður telur sig hafinn yfir réttarríkið.

Hugarfar Sigurðar veitir innsýn í heim íslensku auðmannanna frá tímum útrásar. Og minnir okkur á að trúa þeim aldrei fyrir einu eða neinu. Upp til hópa eru þetta menn sem sagt hafa sig úr lögum við samfélagið. Slíkir menn eru hættulegir.


mbl.is Segir niðurstöðuna vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég sá ekki betur en að síðuhafi hafi verið að hafna þingræðinu um daginn þegar hann skrifaði: "Algjört aukaatriði er hvort alþingi starfar eða ekki. Og enn minna atriði er hvort svokölluð starfsáætlun þingsins sé fyrir hendi eða ekki."

Wilhelm Emilsson, 27.6.2015 kl. 19:09

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég var að tala um alþingi núna og fram á sumar, hvort það færi í frí einhverjum vikum fyrr eða seinna. Ég átti ekki við að engu skipti hvort alþingi kæmi saman yfirhöfuð. En hvað kemur það réttarríkinu við?

Páll Vilhjálmsson, 27.6.2015 kl. 21:20

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Réttarríkið og Alþingi eru hornsteinar íslensks lýðræðis. Mér finnst ósamræmi í því að gagnrýna mann fyrir að gera réttarríkið tortryggilegt, en gera svo lítið úr Alþingi sem stofnun. 

Wilhelm Emilsson, 29.6.2015 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband