Alþýðan kýs hægriflokka, háskólaelítan er til vinstri

Á seinni hluta síðustu aldar kepptu Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag um hylli almenns launafólks. Forskeytið alþýða týndist þegar vinstriflokkarnir tóku hamskiptum um síðustu aldamót og urðu Samfylking og Vinstri grænir.

Vinstriflokkarnir sneru baki við fólki með grunnskólapróf og urðu flokkar háskólaborgara. Krafa háskólaborgara um aukið launamisrétti fær hljómgrunn hjá vinstriflokkunum.

Egill Helgason kallar það hægriöfga þegar alþýða manna verður fráhverf gömlu vinstriflokkunum og kýs hægriflokka, líkt og gerðist í nýliðnum kosningum í Danmörku. Sigurvegari kosninganna þar er Þjóðarflokkurinn sem er gagnrýninn á Evrópusambandið og flóttamannastrauminn til Danmerkur.

Fráhvarf alþýðunnar frá vinstriflokkunum er vegna þess að háskólaelítan sem stjórnar þeim er ekki í takt við almenning. Háskólaelítan óskar sér inngöngu í ESB til að auka starfsmöguleika sína og er tilbúin að fórna til ríkum almannahagsmunum, s.s. fiskveiðiauðlindinni.

Alþýða manna gefur lítið fyrir draumóra um Stór-Evrópu háskólaliðsins og kýs hægriflokka með þjóðlegar rætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er svolítið fyndið að háskólamenntaður kennari skuli eyða svona miklu púðri í að gera háskólamenntun tortryggilega.

Wilhelm Emilsson, 23.6.2015 kl. 11:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afar fróðlegt væri að vita hvaðan þær tölur eru fengnar sem styðja þessa fullyrðingu. Ég er til dæmis ekki viss um að gamla fólkið sem talað var við á Austurvelli 17. júní sé endilega svona mikið háskólafólk, enda kallað "skríll" í einum fjölmiðlanna. 

Ómar Ragnarsson, 23.6.2015 kl. 13:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Wilhelm! Púðrið er bara lítið og létt fyrir gæða blaðamann. Páll skrifar iðulega um daginn og veginn.Þannig pistlar voru á dagskrá á Gufunni snemma á 20.öldinni og þóttu afar skemmtilegir.Margir hefðu viljað geta svarað pistlahöfundi á þeim tíma,en nú geta menn það næstum ótakmarkað. Ef þetta er fyndið hef ég tapað humornum.

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2015 kl. 13:38

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu eru einhverjir að tala um ESB þessa dagana? Held að sumir ættu að muna að enginn er að tala um ESB lengur þó að við séum nokkur sem teljum að við ættum að vera í nánara samstarfi við Evrópuríkjum þá er sannanlega ekki rétti tímapunkturinn núna á meðan þeir taka til hjá sér.

Held að kjósendur séu nú mest að melda sig á flokk sem sýnir sig hér á landi að vera frekar til vinstri. Minnir að framsókn sé að mælast með uum 105 og sjálfstæoismenn með um 27% í dag þannig að meiri hluti kjósenda vill ekki sjá þessa hægri flokka í dag! Eða um 63% sem vilja ekki sjá þá miðað við daginn í dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2015 kl. 13:57

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Spyr aftur - hvar eru gögnin sem sýna þessa skiptingu háskólamenntaðra eftir stjórnmálaflokkum...? Var ekki kennt í þínum háskóla að styðja mál sitt með rökum og heimildum? 

Hverjir tilheyra síðan þessari háskólaelítu - eru það allir háskólamenntaðir, allir háskólamenntaðir nema kennarar, allir háskólamenntaðir nema raunvísindafólk, eða er háskólaelítan e.t.v. þeir sem eru útskirfaðir af félagsvísinda- og hugvísisndasviði, hagfræðingar, prestar, lögfræðingar og slíkir...?

Haraldur Rafn Ingvason, 23.6.2015 kl. 18:17

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæl, Helga.

Páll er yfirleitt afar skemmtilegur, eins og þú segir að fólki hafi fundist þættir um daginn og veginn á gömlu Gufunni í den. Ég er ekki að draga það í efa :) En hluti af því sem mér finnst svo skemmtilegt við Pál eru skringilegheitin, t.d. að hann er háskólamenntaður kennari sem gerir háskólamenntun tortryggilega. Ég held að ég sé ekki einn um að finnast það svolítið skýtið og fyndið.

En húmor er náttúrulega mjög persónubundinn og ég get skilið að þér finnist þetta ekkert fyndið.

Wilhelm Emilsson, 23.6.2015 kl. 20:37

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Páll. Þeir sem eru að berjast gegn aðild Íslands að ESB eru að fórna ríkum almannahagsmunum fyrir sérhagsmuni en ekki öfugt. Og svo tekin sé önnur fulklyrðing ykkar ESB andstæðinga sem þú slengir hér fram þá er það einfaldlega HAUGA HELVÍTIS LYGI að við þurfum að láta af hendi fiskveiðiauðlind okkar ef við göngum í ESB. Það munu engir erlendir aðilar fá veiðirétt úr okkar fiskveiðistofnum þó við gerum það og við munum hafa fjölda tækja til að koma í veg fyrir kvótahopp sem hingað til hafa dugað þeim ESB ríkjum sem hafa nýtt sér þau. Það hefur ekkert ESB ríki þurft að láta frá sér fiskveiðiauðlindir né nokkrar aðrar auðlindir fyrir ESB aðild.

Sigurður M Grétarsson, 23.6.2015 kl. 23:28

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég verð nú að taka upp hanskann fyrir Pál varðandi skoðanir hans á háskólamenntuðum mönnum, sem honum er álasað fyrir að hafa af því að hann sé sjálfur í hópi háskólamenntaðra. 

Það finnst mér afar þröngsýnisleg sýn á skoðanir hans.  

Það væri ómálefnalegt ef Páll léti það hafa áhrif á skoðanir sínar hvaða menntun hann hefur, hvort hann fellur sjálfur undir skilgreininguna "háskólamenntaður". 

Gagnrýn á hann á þeim forsendum að hann sé í einhverri mótsögn við sjálfan sig fellur undir setninguna að hjóla í manninn en ekki boltann.

Ómar Ragnarsson, 24.6.2015 kl. 00:21

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Að gagnrýna menn fyrir ósamræmi í skoðunum er ekki það sama og ad hominem, Ómar.

Wilhelm Emilsson, 24.6.2015 kl. 08:36

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Blogghöfndur virðist hins vegar ekki hafa áhuga á að rökstyðja mál sitt þó á hann sé gengið. Það er ósköp þægileg afstaða en en ekki í anda þess uppeldis sem menn ganga alla jafna í gegn um í akademísku námi, er grundvallaratriði í fréttamennsku og akkúrat það sem einkennir góðan kennara.

-en við skulum ekki gleyma því að hann er jú hér í frítíma sínum...

Haraldur Rafn Ingvason, 24.6.2015 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband