Ísland og ártölin: 930 til 2015

Ártöl Íslandssögunnar stika vegferðina frá landnámi til samtíma. Merkilegustu ártölin eru eftirfarandi:

930, alþingi stofnað

1000, kristnitaka

1262, Gamli sáttmáli, endalok þjóðveldis

1550, siðaskipti, konungsvald Dana verður einrátt á Íslandi

1751, Innréttingarnar stofnaðar, fyrsta tilraunin til nývæðingar

1783, móðuharðindin, þjóðinni fækkar um fimmtung, landið varla talið byggilegt

1811, fæddur Jón Sigurðsson

1848, Hugvekja til Íslendinga, Jón Sigurðsson leggur grunninn að sjálfstæðisbaráttunni

1864, Danir tapa Slésvíkurstríðinu, verða smáþjóð, íhuga að bjóða Ísland Prússum

1874, Ísland fær stjórnarskrá

1904, heimastjórn

1918, Danir samþykkja íslenskt fullveldi, í skiptum fyrir danskar byggðir í Þýskalandi

1944, lýðveldi

1975, landhelgisstríðum lýkur með fullum sigri

2008, Guð-blessi-Ísland hrunið

2009 - 2013, misheppnaðasta stjórnmálatilraun Íslandssögunnar

2015, ESB-umsóknin afturkölluð

Gleðilega þjóðhátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband