Femínisminn fellur á eigin bragði - tilfellið Hildur L.

Ein algengasta baráttuaðferð femínista er að finna dæmi um kvenfyrirlitningu, vekja athygli á dæminu og segja það sýna hve karllægt samfélag komi illa fram við konur. Hildur Lillendahl notaði þessa aðferð kerfisbundið í verkefninu ,,Karlar sem hata konur" og hlaut lof fyrir frá femínistum.

Hildur er margverðlaunaður femínisti. Í starfi sínu í þágu femínisma skýtur Hildur stundum yfir markið, stundum reyndar svo langt að hún er eiginlega ekki á vellinum þegar hún tekur skotið.

Þegar svo ber undir,t.d. þegar hún óskar sér að nauðga konu með tjaldhæl eða fullyrðir að sjómenn séu drykkfelldir ofbeldismenn sem berji konur, heyrist fjarska lítið frá femínistum. Það er eins og femínistar hugsi með sér 'æi, nú stendur illa á hjá Hildi, blessaðri.'

Aðrir benda á að skot Hildar yfir markið séu engin tilviljun og ekki misskilningur heldur hluti af hugmyndafræði femínismans. Jafnvel eru til þeir femínistar sem stíga opinberlega fram og segja hingað og ekki lengra: ég er ekki lengur femínisti

En þorri femínista þegir. Og bíður eftir því að Hildur finni nýtt dæmi um skelfilega kvenfyrirlitningu í karllægum heimi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þorri feminista þegir vegna þess að Hildur talar ekki fyrir okkur öll.
Hún er ein rödd af mörgum.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.6.2015 kl. 19:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hildur er illa þokkuð af körlum jafnt sem konum og barátta henna er hún á móti restinni af heiminum. Hún akynjar það sem hatur að ekki sé blíðmælst við, sleggjudómum hennar, öfgum og dónaskap. Karlar elska konur en hata Hildi Liljendal fyrir það sem hún er en ekki fyrir það hvert kynferði hennar er. Sumt fólk er bara gersamlega óalandi og óferjandi og óþolandi fólk. Sjúkleg egósentrík og athyglissýki, sjálfsfyrirlitning auk haturs og gremju út í tilveruna yfirleytt aflar ekki vina.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2015 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband