Kirkja án ógnar trekkir ekki

Kirkja mótmælenda í vestrænum heimi er umburðarlynd, býður öllum faðminn og refsar hvorki né vandar um. Kirkjan er í margra augum eins og gömul meinlaus frænka sem vill öllum vel en er utan gátta í þjóðfélaginu.

Samanburðurinn við múslímatrú er nærtækur. Múslímatrú, a.m.k. sú útgáfa sem er mest áberandi, er herská, ágeng, krefst hlýðni og gerir kröfu um pólitískar aðgerðir hér á jörðu í nafni spámannsins.

Múslímatrú trekkir; mótmælendakirkjan ekki.


mbl.is Kirkjan á barmi útrýmingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það sem að Þjóðkirkjuna vantar er HEIMSPEKILEGAR UMRÆÐUR um lífsgátuna /umræðan / samtalið frekar en of langar einstefnu-ræður eða söngviðburðir;  þó að það sé allt saman jákvætt.

Hérna er LAUSNIN á vanda Þjóðkirkjunnar: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1484453/

Jón Þórhallsson, 3.6.2015 kl. 09:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sem sagt eina ráðið að fá aftur kirkju 17. aldarinnar með útskúfunarkenninguna góðu og hótunina um að brenna upp í logum helvítis.

Annars fari hin íslenska þjóðkirkja til fjandans. 

Já, andskotinn hafi það!  

Ómar Ragnarsson, 3.6.2015 kl. 13:54

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kirkjan hefur svo lengi reynt að gera öllum til hæfis að nú er hún allt og ekkert og engin þarf lengur á henni að halda. 

Ragnhildur Kolka, 3.6.2015 kl. 15:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þér væri þá trúandi til eftir þessu að gera gamanbrag um kirkjuna Ómar eins og þennan um gamla fólkið á elliheimilinu,sem var bannað.--   

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2015 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband