Brussel misþyrmir Samfylkingunni

Í stað þess að afgreiða Ísland út af borðinu í eitt skipti fyrir öll sem umsóknarríki ætlar Evrópusambandið að aftengja ónýtu samfylkingarumsóknina frá 16. júlí 2009 hægt og rólega fram eftir áratugnum.

Í hvert skipti sem frétt berst frá Brussel um að stakur þáttur í umsóknarferlinu sé trosnaður þá veldur það Samfylkingunni hneisu enda minnir sérhver fréttin á stærstu glópsku íslenskra utanríkismála frá miðri þrettándu öld.

Evrópusambandinu er fyrirmunað að taka snöggar og afgerandi ákvarðanir, um það eru mýmörg dæmi. Samfylkingin geldur þess en öðrum er það áminning að halda brusselvaldinu fjarri landhelgi Íslands.


mbl.is Ísland tekið af boðslista ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"[frá] miðri þrettándu öld" þú kannt að strá salti í sárin Páll.

Ragnhildur Kolka, 8.5.2015 kl. 08:42

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já Ragnhildur við gleymum seint 1262

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.5.2015 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband