Föstudagur, 1. maí 2015
Einar Kára móðganastjóri ríkisins
Einar Kárason rithöfundur er á móti málfrelsi ef það móðgar fólk. Hann skrifar grein í DV undir fyrirsögninni Um pólitíska rétthugsun - góða fólkið og vondir menn með vélaþras. Tilefni greinarinnar er blogg til varnar málfrelsi á Útvarpi Sögu.
Einar er þeirrar sannfæringar að setja beri skorður við málfrelsi ef fólk móðgast. Útgangspunktur Einars í greininni er hinsegin fólk en gæti allt eins verið múslímar, femínistar eða samfylkingarfólk. Rithöfundurinn telur að málfrelsi skuli ekki styggja fólk sem samsamar sig tilteknum lífsafstöðuhópi.
Einar er of mikil hjarðvera til að skilja að einstaklingurinn og réttur hans til tjáningar í ræðu og riti er hornsteinn vestrænna mannréttinda.
Málfrelsi felur í sér sköpun þar sem orð eru mátuð við veruleikann; stundum til að lýsa og greina en einnig til að breyta og bæta. Ef styggð lífsafstöðuhópa verður sett ofar rétti einstaklinga að tjá skoðanir sínar er tómt mál að tala um málfrelsi. Án málfrelsis fara önnur mannréttindi í hundana.
Grein Einars er myndskreytt með bloggara fyrir héraðsdómi Reykjavíkur en þangað var honum stefnt af fréttamanni RÚV sem móðgaðist vegna gagnrýni á frétt í RÚV.
Ef Einar Kárason fengi að ráða myndu RÚV-arar sameinast í lífskoðunarhópi með lágan móðganaþröskuld. Þar með væri tryggt að enginn gagnrýndi RÚV og góða fólkið sem þar starfar.
Athugasemdir
Aldrei gagnrýni ég RUV, nema þegar mér blöskrar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.5.2015 kl. 10:55
Góður kæri Heimir ! Bloggið þit er þá löðrandi í Ríkisútvarpsgagnrýni væntanlega ;)
Ég tek undir það sem þú skrifar kæri Páll. Það má reyndar einnig finna því stað hjá þessu fólki sem þú nefnir, sérstaklegas í einsmálslandssölufylkingunni, að þeir einir móta það sem má segja og setja upp rétttrúnaðinn. Aðrir verða að þola að þessir gagnrýni hástöfum , móðgi og gagnrýni aðra oft froðufellandi í hatri og heift.
Ef samlíking væri tekin af einvaldskonungi, myndu þessir nota nú orðalagið VÉR EINIR MEGUM, SKILJUM OG VITUM !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.5.2015 kl. 11:06
Já, lúmskt fyndinn er Heimir vinur minn í þessum orðum, sem predikarinn útleggur svo rétt úr sínum ræðustól.
En pistilinn skrifaði Páll, og undir hann skal tekið hér.
Jón Valur Jensson, 1.5.2015 kl. 14:58
Geta má þess, að ég skrifaði einnig harða gagnrýni á þessa DV-grein Einas Kárasonar í gær:
Einar Kárason er slappur þjóðfélagsrýnir
Jón Valur Jensson, 1.5.2015 kl. 15:01
Og ég gerði athugasemd við grein Jóns Vals. Lokaorð Jóns Vals voru:
Ritningin talar hvergi um "samkynhneigð" sem slíka, það er hugtak sem fyrst varð til í Þýzkalandi á 19. öld (Homosexualität).
Ég leyfi mér að efast um að Snorri í Betel--svo ekki sé minnst á fleiri, Forn-Grkki til dæmis--séu sammála þessu :) En núna eru tímamörk fyrir athugasemdir runnin út á bloggi Jóns Vals. En ég held að meðlimir Kristinna stjórnmálasamtaka þurfi að ræða þetta sín á milli.
Wilhelm Emilsson, 1.5.2015 kl. 22:27
Ég hvet lesendur til að fara æa slóðina sem Jón Valur leggur til í innleggi sínu kl. 15:01
Það er góður pistill um endemisgrein Einars.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.5.2015 kl. 00:36
Forn-Grikkir notuðu önnur HUGTÖK um þessi fyrirbæri, Wilhelm, og Páll postuli notaði sjálfur sitt eigið hugtak (arsenokoites, samsett orð mótað eftir grísku GT-textunum á III. Mósebók), og ekkert þeirra, með sínum eiginlegu og gagnsæju merkingum, nær gagnsæju merkingunni í hugtakinu "samkynhneigð" (Homosexualität og Homosexualismus).
Jón Valur Jensson, 2.5.2015 kl. 00:58
Jón Valur, ertu að segja að samkynhneigð sé þýsk 19. aldar uppfinning?
Wilhelm Emilsson, 2.5.2015 kl. 01:51
Nei, heldur hugtakið.
Jón Valur Jensson, 3.5.2015 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.