Árna Páll tapar á Íslandi, réttir hlut sinn í Brussel

Formaður Samfylkingar sækir afl til Evrópusambandsins til að ómerkja ákvarðanir íslenskra stjórnvalda. Árni Páll Árnason gengur fram fyrir skjöldu sem útsendari Brusselvaldsins á Íslandi og boðar innleiðingu Íslands í sambandið sem líkt er við brennandi hótel.

Síðast þegar íslenskir liðsoddar gengu í hópum erlendu valdi á hönd endaði það með Gamla sáttmála og 700 ára útlendum yfirráðum yfir landi og þjóð.

En Árni Páll er einn í Brussel. Skemmdasta eplið í eplatunnu íslenskra stjórnmála á sér framtíð í höfuðborg Evrópusambandsins en ekki á Íslandi. 


mbl.is Leitar liðsinnis innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Hvort er nú skoðun Árna Páls á málinu, eða skoðun Björns Bjarnasonar merkilegri og meira í takti við lýðræðið?

Ótrúlegt að Björn skuli birta slíka steypu opinberlega, ALLIR vita að stjórnarflokkarnir hafa farið bak orða sinna og haft kjósendur að fíflum til að þóknast ákveðnum hópi fólks.

Jón Páll Garðarsson, 30.4.2015 kl. 20:05

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

flott og RÉTT hjá Árna P finnst mér

Rafn Guðmundsson, 30.4.2015 kl. 22:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það finnst þér Rafn,en sem betur fer eru nokkrir í sama flokki sem fyrirverða sig fyrir hann.En hann er nú formaður og verður að sýnast úr stáli og babla í útlöndum,"doj,joj jóh......

Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2015 kl. 00:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Látm elsku piltinn rekja sína ást á ESB í friði og sjáum svon hvert það leiðir landann.  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2015 kl. 01:06

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst það alvarlegt mál þegar íslenskur stjórnmálaleiðtogi flokks með 12% fylgi, fer til útlanda til að afla fylgis við pólitík sína heima fyrir.

Og enn alvarlegra að finnast skuli bjálfar í útlöndum sem taka undir orð stjórnmálaleiðtögans og telja eðlilegt að sjálfstæðum ríkjum sé stjórnað með þessum hætti.

Þetta ESB-fólk veit ekki hvað sjálfstæði og lýðræði þýðir. En engan skyldi undra það. Þessi hugtök finnast ekki í brusselsku orðabókinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2015 kl. 04:01

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón Páll.

Kannski þú upplýsir okkur h ina fáfróðu hvað þetta er sem þú vísar til ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.5.2015 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband